Á laugardaginn 8. júní, á milli kl 15 og 18 er ætlunin að halda opinn kynningardag á litbolta. Þessi dagur er í samstarfi Litboltafélagsins og Eyþórs í Lundi og er tilgangurinn að kynna íþróttina fyrir almenningi.
Tilgangur dagsins er að kynna íþróttina fyrir almenningi þar sem hún er mjög ný á Íslandi og lítið þekkt.
Við munum reyna að fá athygli fjölmiðla og vonandi fáum við einhverja frétta- og blaðamenn til að mæta, vonandi með sjónvarpsmyndavélar.
Það væri mjög gott að sem flestir gætu mætt, klæddir í liðstreyjur ef þær eru fyrir hendi eða annað slíkt, með græjurnar sínar og reiðubúnir að vera á staðnum og kynna íþróttina, búnaðinn, merkjarana sína og svara spurningum sem upp kunna að koma.
Eyþór verður einnig með kynningartilboð, prufuleik á 1500 krónur á meðan þessu stendur, sem er frábært fyrir þá sem aldrei hafa prófað en alltaf langað.
Kynningunni verður einnig framhaldið á sunnudag, sama tíma.