Eyþór hefur boðið Litboltafélaginu að hanna með honum nýja velli á svæðinu í Lundi, hér höfum við litboltaspilarar tækifæri til að búa til skemmtilega velli til að spila á í sumar.

Allt er að verða klárt hjá honum fyrir sumarið og næsta laugardag, 27. apríl, er ætlunin að setja vellina í stand.

Mæting er kl. 11:00 í Lund og svo verður spáð og spekúlerað í vellina og svo hafist handa við að hanna þá og byggja. Grafa verður að staðnum til að flytja þyngri hluti.

Eyþór á svo örugglega eftir að gera vel við þá sem hjálpa til.

bestu kveðjur
DaXes

PS : Laugardagurinn síðasti var stórgóður, veðrið rættist aldeilis eftir rigningu um morguninn, 12 menn mættu og var spilað 6 á móti 6. “Team Inferno” stóð vel uppi í hárinu á Shocker, Impulse og Evolution Autococker…..þeir sem ekki mættu misstu af góðum degi…sjáumst því næst…..