Litbolti er bara mesta snillt í heimi og ´´eg nýt þess til hið ýtrasta en ég fór einu sinni í paintball, í annað skiptið mitt minnir mig, og þá var rigning og maður sá barasta ekki rassgat í gegnum þessar grímur. Ég reyndi allt sem ég gat, setti svona sápu á glerið en það kom samt alltaf móða. Svo mátti maður ekki taka þær af sér því þá fær maður mínus stig og eitthvað, þannig að ég hafði grímuna á og skaut bara eitthvert, sá svona algera óljósa hreyfingu og skaut á það. Hitti held ég einhverja gaura í mínu liði nokkrum sinnum :) en það var bara óvart.

Eitt ráð fyrir þá sem eru að fara í litbolta fljótlega, ekki gera það í rigningu eða heitum degi, frekar þegar það er kalt því annars áttu eftir að steikjast í þessum galla.

Ég vildi bara svona deila þessum orðum með ykkur ágæta fólki hér á huga og ég hvet ykkur öll til að skella ykkur í litbolta.


Kveðjur : Skari2