Tekið af http://www.lbfh.is/
Vegna þess að það er ekki hægt að setja inn myndir á Huga hvet ég ykkur til að skoða þetta á síðunni, betur flokkað og myndskreytt :) Einnig vill ég benda á SOS á LBFH.is
Ef þú vilt spyrja spurninga minni ég á spjallið www.lbfh.is/spjall
Höfundarrétt © hefur Litboltafélag Hafnarfjarðar - LBFH.is
__________________________________________________
BYRJENDUR
Allir sem eru orðnir 15 ára geta byrjað að æfa paintball. Ef þú ferð ódýru leiðina getur þú keypt allt sem þarf til að byrja að æfa fyrir um 30.000 kr. en þó er mælt með því að eyða um 50-80.000 kr. fyrir góðan búnað fyrir byrjanda. Hér verður farið út í þann búnað og verð.
Merkjarinn
Í fyrsta lagi er það merkjarinn, eða byssan. Hægt er að fá ódýra merkjara paintball á um 119$, en þeir heita Tippmann 98 og eru notaðir af fyrirtækjum sem leigja þá út. Þeir bila lítið og eru mjög sterkir og hafa sannað sig sem betri leigumerkjarar. Hins þykja þeir mjög hægir en þeir skjóta um 10 boltum á sekúndu. Í raun er það fínt fyrir fólk sem er að byrja í litbolta en flestir vilja fá sér aðeins fullkomnari merkjara. Hægt er að fá ódýra merkjara(um 200-300$) sem skjóta 20+ boltum á sekúndu sem eru með rafknúnu móðurborði sem inniheldur stillingar, sem Tippmann 98 býður ekki upp á. Dæmi um slíka merkjara eru PMR, Spyder, ION, Mini, SLG og fleiri. Sumir gætu spurt sig: ,,Er 300$ virkilega ódýrt?” Já, merkjarar geta kostað allt upp í 1500$.
Gríman
Grímurnar eru nauðsynlegasta og eina öryggistækið sem byrjendur í litbolta þurfa að passa að að vera alltaf með á sér. Litboltagrímur eru
framleiddar samkvæmt mjög ströngum öryggisstöðlum og geta kostað allt frá 20-100$. Mælt er með grímum sem eru ekki bara búnar til úr hörðu plasti(eins og á leiguvöllum) heldur einnig úr mjúku gúmmíi. Flestar grímurnar koma með móðufríu gleri, sumar einnig með loftræstingu(viftu).
Loftkúturinn
Merkjararnir sem við á Íslandi notum skjóta kúlunum út úr hlaupinu með lofti undir mjög miklum þrýstingi eða 3000-4500 PSI. Til viðmiðunar er loft á bíldekki oft í kringum 25-30 psi. Þessvegna þarf að vera háþrýstikútur fastur við merkjarann á meðan spilað er. Ódýrustu kútarnir eru búnir til úr stáli og eru 48ci(0,8 lítrar) og 3000 PSI en þeir kosta um 40$. Það eru fínir kútar fyrir byrjendur, enda þarf ekki að eiga 4500 PSI kút vegna þess að kafarakútar(3000 PSI) eru notaðir til að fylla á kútana í flestum tilvikum. Dýrari kútar eru oft búnir til úr tefjaplasi(carbon fiber) og sumir að einhverju leiti úr títaníum/stáli. Þeir eru þessvegna léttari og meðfærilegri, hægt er að fá kúta frá 48-80ci(1,4Lítrar) og kosta þeir dýrustu í kringum 200$. Þekkt merki eru t.d. Crossfire, Pure Energy(PMI) og DXS. Á Íslandi eru einungis notaðir loftkútar(N2-, HPA-, Air system).
Trektin
Það þykir oft gott að vera með kúlur í merkjurunum til að geta skotið en til þess þarf eitthvað að geyma kúlurnar til að hlaða byssuna jafn óðum. Til þess nota litboltaspilarar trekt(hopper/loader) en þeir eru mis flóknir. Plasttrektirnar sem notaðar eru hjá leiguaðilum eru mjög lélegar vegna þess að það er ekki stanslaust flæði kúla ofan í byssuna. Þeir nota einungis þyngdaraflið til að koma kúlunum í hlaupið á byssunni og eru þessvegna kallaðir “gravity loaders” og kostar eitt stykki um 4$. Fullkomnari trektir nota einskonar rafknúið mylluhjól til að ýta kúlunum ofan í byssuna og þeir dýrustu geta fært allt að 40 kúlur á sekúndu ofan í hlaupið. Þesskonar trektir kosta allt frá 30-100$. Trektirnar rúma um 100-200 kúlur.
Beltið
Síðan er það beltið(harness) og dollurnar(pods). Það notum við til þess að geyma fleiri litbolta svo að við getum fyllt á jafn óðum. Hægt er að fá belti til að halda 2-10 dollum á um 10-60$. Hver dolla heldur yfirleitt um 140 kúlum.
Mig langar að byrja að æfa!
Það fyrsta sem þú skalt gera þegar þú ert staðráðinn í því að litbolti sé þín íþrótt er að byrja að spá í hvað þú vilt kaupa. Hér á spjallborðinu geturðu spurt okkur í Litboltafélaginu og fleiri um hvað sé hentugast, þægilegast og þar fram eftir götunum. Eftir að þú hefur fundið út hvað þú vilt panta hefurðu svo samband við formann félagsins og hann sér um að koma þessu í gagnið. Ef þú ferð til útlanda eða þekkir einhvern sem er að koma heim frá útlöndum er mjög sniðugt að biðja hann um að koma með búnaðinn til landsins, en þá sleppurðu við allan flutningskostnað.
Hverjar eru reglurnar um innflutninginn?
Á Íslandi mega einstaklingar ekki eiga litmerkibyssur. Einungis mega félög sem hafa litbolta að markmiði eiga merkjarana og verða að geyma þá í geymslum með þjófavarnarkerfi. Hinsvegar er allt hitt óhað þessum reglum þeas. gríman, trektin, loftkúturinn osfrv. Ef þú vilt koma sjálfur með merkjara til landsins til að sleppa við flutningskostnað verðurðu að skrá þig í félagið og fara síðan með merkjarann í tollinn þegar komið er í Leifsstöð. Þeir taka þá merkjarann til sín þar til leyfi og pappírar eru tilbúnir.
Lýsing á leiknum
Paintball hefur fengið tvö íslensk nöfn, Litbolti og Merkileikur
Íþrótt þessi er nokkurs konar þróun á barnaleikjunum eltingaleik og skotbolta. Í henni keppa oftast tvö lið, með jafnmörgum leikmönnum á afmörkuðum velli, sem getur verið bæði innandyra eða utanhúss. Utanhúss eru vellir oftast frá 1 til 4 hektarar að stærð og upp úr. Eftir því sem leikmönnum fjölgar má leika á stærri velli.
Oftast er keppt um fána. Hvort lið á sér fána, sem festir eru á um 2 metra háa stöng, settar niður í sitt hvoru horni vallarins. Liðin tvö keppast síðan um að ná fána andstæðingana um leið og þeir verja eigin fána. Það lið sem fyrr kemur fána andstæðingana að eigin fánastæði vinnur leikinn. Leiktími er frá 15 mínútum eftir stærð valla og fjölda leikmanna.
Leikurinn fer þannig fram að leikmenn bera á sér merkibyssur, sem knúnar eru þrýstilofti. Þær skjóta málningarkúlum, sem eru lítið eitt minni en kúlur þær sem notaðar eru fyrir baðolíur. Kúlurnar eru úr veikri matarlímshúð (gelatin) og fylltar skærum matarlit af umhverfisvænri gerð sem brotna niður í náttúrunni. Litarefnin eru uppleyst í sprittafbrigði (polyethylene glycol) sem er skaðlaust náttúrunni og eyðist án mengunar. Þegar einn leikmaður merkir annan leikmann rofnar húð kúlunnar og merkir hann með áberandi bletti. Er þá leikmaðurinn úr leik. Litarefnin þvost auðveldlega úr fötum, enda vatnsuppleysanleg. Á þennan máta reyna liðin að útiloka liðsmenn hvors annars frá frekari leik, sækja að fána andstæðinganna um leið og gætt er eigin fána.
Um merkibyssur
Skotkraftur merkibyssanna er lítill. Samkvæmt stöðlum alþjóðlegra samtaka leikmanna og framleiðanda eru merkibyssur eru framleiddar þannig að hámarksskothraði þeirra er 95 metrar á sekúndu við hlaup. Kúlan er létt og stór, eða með 17 mm þvermál, þannig að loftmótstaða hægir mjög á henni strax á fyrsta metra skotferilsins. Hámarkslangdrægi við bestu aðstæður er því um 45 metrar. Þá er skotið upp í loft með besta útkastshorni. Í leik, þar sem skotið er beint fram er drægið innan við 20 metrar.
Merkibyssur eru af tveimur gerðum. Annars vegar spenntar og hins vegar hálf-sjálfvirkar. Eru þær síðarnefndu nokkuð algengari. Spennta gerðin er eldri og þarf að spenna hana fyrir hvert skot. Nýrri hálf-sjálfvirkar gerðir spenna sig hins vegar sjálfar og taka þarf í gikkinn fyrir hvert skot. Til eru alsjálfvirkar byssur, en þær eru dýrar og sjaldgæfar.
Merkibyssur fá skotkraftinn úr þrýstiloftsgeymi sem nær ætíð er kolsýrugeymir. Til eru mismunandi stærðir geyma sem eru frábrugðnir aðeins að því hve mörgum skotum er hægt að skjóta áður en fylla þarf aftur á geyminn. Minnstu geymar eru reyndar einnota og eru að gerð eins og nituroxíðgeymar þeir sem notaðir eru við rjómasprautur á mörgum heimilum. Stærstu geymar eru um 1 kílógramm að þyngd og eru bornir í bakpoka og tengdir merkibyssunni með slöngu.
Öryggi leikmanna
Eina hættan sem getur skapast við merkileik er ef leikmaður fær kúlu í auga. Því er ætíð leikið með andlitsgrímur sem hylja allt andlit að eyrum og kjálka meðtöldum. Grímurnar eru með öryggisgleraugu af staðli sem þolir að skotið sé í glerið af engu færi. Til gleraugna eru gerðar þær kröfur að þau þoli ítrekuð skot úr minna en 1 meters fjarlægð af 33% meiri krafti en mest getur orðið frá merkibyssu, eða af 126 m/sek hraða.
Leikmenn eru einnig í lausvíðum klæðnaði, yfir öðrum fötum, því þannig hverfur höggið af kúlunni alveg. Ef leikmaður skýtur úr algeru návígi í annan leikmann er það mesta sem komið getur fyrir að leikmaður fái marblett og eymsli. Er það óíþróttamannsleg framkoma leikmanns og aldrei látið óátalið. Ef leikmaður kemst í slíkt návígi við annan leikmann er ætíð beðið um uppgjöf án þess að skotið sé.
Speedball
Fræðslugildi litbolta
Íþróttin er fjarri ofbeldi þó merkibyssa sé notuð. Leikmenn snerta til dæmis aldrei hvorn annan. En hún byggir á liðsheild, sem getur skipulagt sig og unnið saman að sameiginlegu markmiði þar sem hver liðsmaður hefur ákveðið hlutverk og hefur traust liðsmanna sinna til að sinna því. Liðið er aldrei traustara en veikasti hlekkurinn og því komast leikmenn fljótlega að því að verk eins manns eru til einskis, allt byggir á samvinnu þar sem öll hlutverk eru jafn mikilvæg. Þó einn leikmaður hljóti heiðurinn af því að ná fána andstæðingsins og hlaupa með hann í heimahöfn gæti hann það ekki nema með stuðningi liðsmanna sinna. Merkileikur kennir því skipulag, kænsku og mikilvægi þess að fyrirfram ákveðið skipulag sé framkvæmt rétt.
Íþróttin er því mikið stunduð af æskulýðssamtökum sem kenna vilja ofantalin atriði svo og fyrirtækjum sem senda hópa starfsmanna til þátttöku í litbolta til að efla hópanda og liðsheild starfsmanna sinna.
© Höfundarréttur Litboltafélag Hafnarfjarðar - LBFH.is