Vinsamlegast lesið þetta áður en þið spyrjið á korkinum.
1. Er hægt að æfa paintball á Íslandi?
svar: Já, það er hægt, það kallast Speedball/X-ball og við hjá Litboltafélagi Hafnarfjarðar (LBFH) stundum það að hörku.
2. Hvernig Byssur notiði.
svar: Byssurnar heita “Merkjarar” eða “litbolta-merkjari” og eiga á engann hátt að líkjast hernaðar vopni. Merkjararnir eru knúnir áfram með lofti (N2) og þeir bestu geta náð upp í 30 kúlum á sekúndu (bps).
3. Hvernig kaupi ég mér merkjara?
svar: Þú getur auglýst eftir kaup á merkjara á korkinum “Til sölu” eða talað við formann þess litboltafélags sem staðsett er næst þér. (LBFH fyrir höfuðborgarsvæðið)
– GBB á huga – (Grétar Bragi)
4. Má eiga litboltamerkjara án þess að vera í félagi?
svar: Nei, merkjarinn er skráður á félagið og er þannig séð í eign þess en þú færð afnot af honum í raun eftir vild, fer eftir því auðvitað hversu mikið þú spilar.
5. Hvernig fyllir maður á N2 Tankinn?
svar: Hægt er að tala við slökkviliðsþjónustu, kafarafélag. Vanalega mæta spilarar með Scuba tanks sem leikmenn fá afnot af til að fylla á kútana sína.
6. Hvað kostar byrjunarpakki syrka?
svar: Fer allt eftir genginu á dollaranum, en verðið getur svarað frá 50.000 - 300.000 (pro)
7. Hvernig er útbúnaðurinn á leikmönnum?
svar: Þæginlegt er að nota paintball galla sem hannaðir eru fyrir paintball (www.punisherspb.com) þæginlegar móðufríar grímur og takkaskó.
8. Hvernig leiki spiliði?
svar: Leikspilunin kallast Speedball / x-ball, getið lesið um það á wikipedia, horft á youtube video ofl.
——–
Endilega koma með fleiri algengar spurningar og svör við þeim ef ykkur dettur sniðugt í hug.
Höldum þessum þráði “hreinum” þ.a.s. vinsamlegast sleppa “takk”, “cool” eða þannig stuttum commentum. Þessi þráður er til að auðvelda byrjendum inngöngu í sportið og nálgast þessar upplýsingar á þæginlegann og snöggann hátt.
——–
Bestu kveðjur.
Þorgei
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi