Mitt álit á Megarena í Skeifunni Fór í uppblásna paintball völlinn niður í Skeifu áðan. Þetta er uppblásin aðstaða með nokkrum uppblásnum hindrunum. Völlurinn sem við prufuðum er 500 fermetrar og var á vegum www.litboltavollur.is sem ferðast um landið með búnaðinn og leyfa fólki að spila. Einnig eru þeir með 1000 fermetra völl, en sá var ekki á svæðinu.

Það kostar 3700 kr. að spila og þá færðu galla, grímu, byssu og hundrað skot. Hundrað auka skot kosta svo 1200 kr.

Búnaðurinn þarna er miklu betri og nýrri heldur en búnaðurinn sem er notaður í Hafnarfirðinum. Grímurnar eru í mjög góðu standi, gott útsýni, og byssurnar stóðu sig mjög vel. Ætla þó að benda á að ég er ekki atvinnumaður í litbolta, en byssurnar þarna voru mun betri en í Hafnarfirðinum. Maðurinn sem sá um þetta sagði að þetta hefði verið keypt síðasta sumar, og það sér ekki á þessu.

Að mínu mati er þetta miklu skemmtilegri völlur fyrir venjulegt fólk eins og mig, en ekki eitthvað risastórt svæði þar sem þú ert bíðandi mest allan tímann, eins og í Straumsvík. Þó það sé ekki mælt með því að það séu fleiri en 6 í einu að spila, þá virkar það mjög vel. Strákarnir sem sáu um þetta voru til fyrirmyndar, leyfðu okkur bara að hafa þetta eins og við vildum, líkt og í Hafnarfirðinum.

Vorum sex saman og keyptum allir amk. hundrað auka skot, sumir fleiri. Skotin fara ekki í jafn mikið rugl þarna. Einnig mæli ég með því að fara í „einn á einn“ þar sem það eru bara tveir inná vellinum. Myndast mjög skemmtilegt action og það er mjög gaman að vera sprettandi milli uppblásnu hindrananna. Síðan prufuðum við að taka „einn á einn“ þar sem hver var bara með 4 skot í byssunni, það var líka fáránlega gaman :)
Aðstaðan er mjög góð ef það er gott veður, get ekki ýmindað mér að við hefðum verið þarna jafn lengi hefði ekki verið svona rosalega gott verður. Þarna eru þeir með ca. 20 stóla bara í hring svoldið frá vellinum sjálfum, svo svona stór „hestakerra“ utan um búnaðinn og það allt saman.
Það sem mætti bæta væri mögulega hvernig hindrununum er raðað, en það er bara matsatriði hvers og eins. Þetta var frábært, og ég hvet alla til að prufa þetta. Veit ekki hvar þeir verða næst, en mun líklega koma til með að nota þetta aftur.

Ég eyddi samtals 4900 kr. í þetta skiptið og sé alls ekki eftir því :) Vorum í tvo og hálfan tíma. Virkilega skemmtilegt.

Veður: 10 [Átta mig á að þeir stjórna veðrinu ekki]
Staðsetning: 10 [Nokkurnvegin í miðri Reykjavík, þeas. í Skeifunni]
Þjónusta: 10 [Frábært viðmót]
Byssur: 9 [Hef ekki mikið vit á byssum, en þær virkuðu allar sem skyldi]
Grímur: 10 [Enginn kvartaði yfir lélegri grímu, mín var stórgóð]
Völlur: 9 [Mætti skipuleggja hindranir betur uppá „gameplay“]
Leikreglur: 10 [Fengum að ráða því sjálfir :]


Hvet alla til að prufa paintball, sama hvar það er. Þetta er mögnuð íþrótt og ég ætla mér að fara lengra :)