Á fundinn mættu 4 félagsmenn í LBFR og 7 eða 8 LiBSarar.

Fyrir fundinum lá ein spurning, sameining LBFR og LiBS sem allir 4 LBFR-menn samþykktu.

Stjórn LBFR mun því hafa samband við stjórn LiBS til að ræða sameiningu félaganna.

Eftir fundinn spunnust umræður um Litbolta vítt og breitt, húsnæðismál félagsins, innflutning á kúlum og margt fleira.

Ég vil nota tækifærið nú og velta upp spurningunni um nafn hins nýja félags. Það er mín persónulega skoðun að við ættum að finna nýtt nafn á nýtt félag.

Sendið inn tillögur með því að gefa álit á þessa grein. Við reynum svo að kjósa eða á einhvern annan hátt velja nafn sem allir eru sáttir við.

Ef þið viljið ekki skipta um nafn, látið þá einnig skoðun ykkar í ljós. Það er best að allir raddir heyrist.

bestu kveðjur
DaXes
LBFR