Litboltafélag Reykjavíkur heldur sitt fyrsta mót næsta sunnudag, þann 15. október kl 14:00.
<P>
Mótið verður haldið á Litboltavellinum í Kópavogi.
<P>
Mótsgjald er ekkert fyrir félaga í LBFR en samkvæmt verðskrá vallarins fyrir aðra.
Greiða verður fyrir kúlur á vellinum.
<P>
Keppt verður í 5 manna liðum í 7 mínútna leikjum, þar sem markmiðið verður að ná fána andstæðinganna og koma honum í heimahöfn.
<P>
Mótinu verður hagað þannig að allir keppi við alla og þeir sem hafa flest stig að því loknu standa uppi sem sigurvegarar. Ef lið verða of mörg verður keppt í riðlum og sigurvegarar riðlanna keppa svo til úrslita.
<P>
Hvert lið verður að velja sér nafn á liðið og einn liðsstjóra sem sér um samskipti við keppnistjórn.
<P>
Skráning í keppni fer fram á heimasíðu LBFR : http://paintball.simnet.is/
<P>
kv.
Guðmann Bragi Birgisson
LBFR