Fyrir löngu heyrði ég að einhver í LiBS forðum daga hefði átt gamlan Autococker sem aldrei hefði virkað almennilega.

Ég hefði gaman af því að koma höndum yfir gripinn ef hann er enn þá til og reyna að koma honum í lag.

Hér eru myndir af 1996 árgerðinni :
http://www.warpaintballstyle.com/cocker.html

Hér er önnur mynd af svipuðum :
http://www.docsmachine.com/partscokr.jpg

Autocockerinn er náttúrulega konungur mekanískra merkjara, og þar sem ég er núna búinn að taka Autococker Outkastinn minn núna sundur í frumeindir og raða saman aftur er ég orðinn nokkuð brattur með fara yfir svona gamlan merkisgrip.

Ef gripurinn hefur ekki orðið fyrir meiriháttar hnjaski er væntanlega ekki um bilun að ræða, heldur þörf á yfirhalningu, tjúningu og kannski skipti á þéttihringjum.

Sem er óneitanlega mikill kostur við mekaníska merkjara, þeir geta í raun ekki bilað nema hnjaskið sé svo meiriháttar að málmur beyglist eða brotni. :-)

kv,
Guðmann Bragi