Athugaðu hvort að nemendaráð í skólanum þínum muni ekki koma til með að hengja upp auglýsingar.
Annars eru innanskólamótin sennilega hafin, 2 lið frá hverjum skóla geta komist áfram.
Síðan hefst framhaldsskóla keppnin sjálf sennilega fyrsta næsta mánaðar og heldur áfram eitthvað út þá viku, en fyrsti er sunnudagur.
Þáttöku gjald er 2500Kr. sem er aðeins borgað einusinni og gildir yrir alla leikina í keppninni og svo borgarðu fyrir kúlur, en gjaldið er 790Kr fyrir hverjar 100kúlur.
Keppt verður í 10 manna liðum, og í stelpuliðum mega vera 12. Skráningarblöð fyrir liðið ættirðu að geta fengið hjá einhverjum fulltrúa nemendaráðs í skólanum þínum eða á skrifstofu skólans. Þú ættir að athuga þetta sem fyrst því ef að það verða 3 lið í þínum skóla þurfið þið að keppa í innanskólakeppninni því aðeins 2 lið fara áfram í framhaldsskólakeppnina.
Það eru vegleg verðlaun í boði fyrir vinningshafa keppninnar og er vonast til að sem flest lið taki þátt í keppninni.