Í kvöld var haldinn almennur félagsfundur í Litboltafélagi Reykjavíkur.<br><br>
Á fundinum kom fram að SS Stál Í Hafnarfirði er orðið umboðsaðili fyrir fjölmörg fyrirtæki í litboltavörum. Þeir telja að þeir geti hafið innflutning um miðja næstu viku á merkjurum og jafnvel fyrr á grímum og aukabúnaði. SS Stál ætlar að vera með smádót og grímur á lager og hugsanlega allra ódýrustu merkjarana.<br><br>
Þetta flýtir fyrir öllu hjá okkur og núna erum við á fullu að klára að finna þá skápa sem við þurfum til að fá húsnæðið samþykkt strax um miðja næstu viku til að geta hafið innkaup.<br><br>
Ég setti inn linkana á þá aðila sem SS Stál er orðið umboðsaðili fyrir þannig að þið getið farið að spá í það hvaða merkjara þið ætlið að fá ykkur.<br><br>
Von er á stórum verðlista frá þeim á allra næstu dögum og munum við koma honum á framfæri við ykkur hérna á Huga eins og á heimasíðu félagsins. <br><br>
Það sem ég hef séð af verðum frá þeim þá eru þau mjög viðunandi og á svipuðu reiki og LBFR gaf út á sínum tíma. <br><br>Það er kostur fyrir LBFR að þurfa ekki að standa í innflutningi á öllu sjálft heldur að hafa utanaðkomandi aðila sem sér um svona hluti. Þá þurfa félagsmenn ekki að bíða eftir næstu stóru pöntun til að fá merkjara. Þeir geta valið sér merkjara, borgað LBFR fyrir hann, LBFR kaupir merkjarann af SS Stál sem pantar og verður merkjarainn kominn innan skamms tíma í hendur kaupanda.<br><br>
Þægilegt ekki satt?
<br><br>
Hérna eru linkarnir:<br><br>
<a href=http://www.brasseagle.com /a> Brass Eagle <br>
<a href=http://www.rps-paintball.com /a> RPS <br>
<a href=http://www.smartparts.com /a> Smart Parts <br>
<a href=http://www.airgun.com/Europe/index.html /a> Airgun Design UK <br>
<a href=http://www.wdp-paintball.co.uk /a> WDP-Paintball <br>
<a href=http://www.gforcepb.com /a> G-Force Paintball <br>
<a href=http://www.warriorsportsgear.com/ /a>Pro Concept Paintball (TRIBAL FRANCE) <br>
<a href=http://www.worr.com /a> Worr Game Products <br>
<a href=http://www.tippmann.com /a> Tippmann <br>
<a href=http://www.jtusa.com /a> JT USA <br>
<a href=http://www.kingmanusa.com /a> Kingman <br>
<a href=http://www.sheridanusa.com /a> Crosman & Sheridan <br>
<a href=http://www.adtacsys.com /a> ATS Incorperated <br>
<a href=http://www.jjperformance.com /a> J&J Performance <br>
<a href=http://www.adcosales.com /a> ADCO <br>
<a href=http://www.warriorsportsgear.com /a> Warrior Sports Gear <br>
<a href=http://redzcomfort.com /a> REDZ Paintball <br>
<a href=http://splatterzone.com/digger1.html /a> DIGGERS (Litbolta skór) <br>
Air Star (fann ekki link á þá) <br>
<a href=http://www.airconcepts.com /a> ACI <br></a><br><br>
Bestu kveðjur og góða skemmtun,<br><br>
Xavie