Það er mín tillaga að aðalfundir allra litboltafélaga á landinu verði færðir á haustin í stað þess að hafa þá um miðjan vetur.

það er staðreynd að áhuginn er hvað mestur eftir sumarið og fólk er uppfult af hugmyndum um hvað má betur fara. þegar langt líður á milli þess að maður spilaði seinast þá man maður ekki helminginn af því sem að maður ætlaði að segja á aðalfundinum. Ég hef allavega lent í þessu.

Annað atriði er það að til að fá í gegn einhverjar breytingar á reglugerð um litbolta þá þarf að vera til Landssamband litboltafélaga. Ef að einhverjar breytingar á reglugerðinni eiga að gerast fyrir næsta sumar þá er ekki seinna vænna en að hefja þá vinnu sem að þarf að gera til að fá einvherju breytt. Svona mál eru oft mánuði í kerfinu að þvælast á milli manna og það er um að gera að minnast á svona hluti nægilega snemma til að fá einhverju breytt.

ÉG vill t.d. sjá þá breytingu að menn sem eru með skotvopnaleyfi megi eiga litmerkibyssur. Einnig vill ég að aldurstakmarkið til að spila litbolta verði lækkað niður í 12 ár með skrifleguleyfi forráðamanna og ef að forráðamenn eru að spila með að þá sé ekkert aldurstakmark. Þetta verður þá bara spurning um það hvenær foreldrar treysta börnum sínum til að spila. Það hafa komið til mín 10 ára krakkar sem að ég hélt í alvöru að væru um 14-15 ára miðað við stærðina á þeim. Foreldrar þeirra voru tilbúnir að spila með þeim en því miður þá má það ekki. Ég vill líka að það nægi að bæjarráð fjalli um staðsetningu litboltavallar en ekki sveitarstjórn ef að völlurinn á að vera á staðnum skemur en 4 vikur.
Ég vill vita hvernig reglur eru um það ef að ég ætla að keppa á móti erlendis hvernig ég fer með merkjarann úr landi (ég er búinn að nefna þetta við mann hjá Ríkislögreglustjóra og þetta er allt nema einfalt)

Þetta er bara svona dæmi um hvaða breytingar ég vill sjá á reglugerðinni. Það eru eflaust margir með aðrar hugmyndir og það er einmitt tilgangurinn með því að færa aðalfundi litboltafélaga til hausts að þær hugmyndir fái að heyrast meðan þær eru ennþá í kollinum á fólki.

Hvað finnst fólki um það að færa fundina svona til. Nú er bara verið að ræða um löglegu félögin á landinu. Nú er um að gera fyrir ykkur hin að drífa sig í að verða lögleg. Ef að þið eruð í vandræðum með það hvernig á að gera það þá er bara að hafa samband við mig xavier@hugi.is

Kveðja,

Xavier

P.S. Nú skulum við gera alvöru úr þessari íþrótt og stofnum landssamband sem getur barist fyrir hagsmunum okkar sem spilum að staðaldri.