<B>Um áskorunarstiga</B>
Litboltafélag Reykjavíkur hefur sett upp áskorunarstiga, byggðan á úrslitum þeirra tveggja móta sem haldin hafa verið.
Ég geri ráð fyrir að allir vilji taka þátt, ef eitthvert lið vill ekki taka þátt í stiganum, sendið mér þá póst paintball@simnet.is) og ég tek það út.
Nokkur lið eru ekki með nógu góða skráningu, vantar tengiliði, full nöfn, kallmerki leikmanna, upplýsingar um merkjara og þess háttar, endilega sendið mér upplýsingarnar.
Sum lið vantar einnig leikmenn til að ná 5 manna liði saman. Endilega vinnið í því.
====================
<B>Drög að reglum</B>
Hér eru drög að reglum. Endilega sendið inn athugasemdir ef það er eitthvað sem ég er augljóslega að gleyma eða má betur fara og ég tek það til skoðunar.
1. Lið má skora á þau tvö lið sem eru í tveimur næstu sætum fyrir ofan það. Tilkynna verður áskorun til LBFR (paintball@simnet.is).
2. Liðin hafa þá 3 vikur frá dagsetningu áskorunar til að stilla upp keppni, það verður að vera rúmur tími til þess til að gefa mönnum tækifæri á að finna tíma sem öllum hentar. Tilkynna verður þann leiktíma sem ákveðinn er til LBFR. Ef ekki næst að spila innan þriggja vikna hefur liðið sem skorað er á sjálfkrafa tapað áskoruninni. Ef annað liðið mætir ekki á tilsettum tíma tapar það áskoruninni. Þannig færast þau lið sem ekki taka þátt í stiganum smátt og smátt neðst á hann.
3. Keppt er í 5 manna liðum. Rótara má liðsmönnum milli leikja, en eingöngu úr hópi manna sem eru skráðir í liðið við áskorun.
4. Menn mega ekki vera skráðir í fleiri lið en eitt.
5. Í áskorunarkeppni liðanna er spilaðir 5 leikir , það lið sem vinnur þrjá leiki vinnur áskorunina. Liðin geta spilað “Capture the Flag” eða “Last Man Standing” að vild.
6. Ef liðið í neðra sætinu á listanum vinnur, flyst það upp í sæti efra liðsins, sem flyst þá niður um eitt sæti. Ef efra liðið vinnur breytist sætaröð ekki.
7. Liðstjórar beggja liða verða að tilkynna úrslit til LBFR innan tveggja daga frá leik.
===========================
<B>Stiginn sjálfur</B>
Hér er uppstillingin á stiganum, ég reyndi að hafa árangur liðanna á mótunum í Hafnarfirði og Akranesi til hliðsjónar og láta betri árangur gilda meira en síðri árangur. Þess vegna eru Bulletproof hátt á listanum og Væringjarnir líka, þótt Bulletproof hafi ekki gengið sem skyldi á Akranesi og Væringjarnir hafi einungis keppt á öðru mótinu. Þau þrjú lið sem kepptu í Hafnarfirði en luku ekki keppni raðaði ég af handahófi í neðstu sætin.
Röðun er ekki til umræðu. Ef einhverju liði finnst þeir ættu að vera ofar, skorið þá á næstu lið og sýnið það í verki.
1. Ice Family
2. Chicken Wings / Freedom
3. Væringjarnir
4. Bulletproof
5. Banged Up
6. Englarnir
7. Stálbræður
8. G.I.
9. Rotturnar
10. Rottudrengirnir
11. The Bold Ones
12. Bene Tleilax
===========================
<I>Með von um góða skemmtun</I>
Guðmann Bragi, aka DaXes
LBFR