Fyrsta sinn sem ég fór í litbolta Mig langar að segja frá því þegar ég fór í fyrsa skipti í litbolta, eða paintball:
Ég hélt upp á afmælið mitt laugardaginn þann 3. des síðastliðinn og fór með 5 vinum mínum í litbolta. Við pöntuðum daginn áður og það kom í ljós að það var 9 manna hópur sem við gátum spilað við á sama tíma.. Svo var lagt af stað og við mættir á staðinn klukkan 14:00. Þar var hitt liðið (sem var annað afmæli). Við fengum einn þeirra í okkar lið sem var bara frábært. Eftir að allir höfðu fundið buxur, jakka og grímu við hæfi voru kafteinarnir valdir og voru það afmælisbörnin (ég og hinn sem átti afmæli). Við vorum fengum rautt band til að setja á vinsti handlegginn en í hinu liðinu voru mislitir. Kafteinarnir fengu hvítt band á hægri handlegg. Svo settumst við niður, allir upp gear-aðir í camoflouge búningum og hlustuðum á leiðbeinandann útskýra reglurnar. Loksins var stundin runnin upp og við fórum og fengum okkur merkjara (byssur)og Þess má geta að þessir merkjarar eru af gerðinni Tippman 98 Custom sem sést á myndinni.

Fyrst skutum við nokkrum æfingarkúlum og fengum að kynnast byssunum. Fyrst voru spilaðir tveir “speedball” leikir þar sem við vorum á litlum velli og takmarkið var einfaldlega að útrýma andstæðingnum. Ég fékk skot í höndina sem ég hélt að hefði sprungið en sá að svo var ekki. Á sama augnabliki og ég áttaði mig á því að ég væri ennþá lifandi fékk ég kúlu í hausinn. Fann lítið sem ekkert fyrir því því Kúlan hefur sennilega hitt grímuna.

Í öðrum leik lifði ég þó lengur :) Ég færði mig framar á völlinn og skaut allavegana einn. Svo færði liðið sig hægt og rólega framar og framar þar til tveir þeirra voru eftir fyrir aftan kassa. Vandamálið var að ég stökk fyrir hornið og sagði “dauður” en þá voru þeir tveir og sá seinni skaut mig. Það var ekki vont. Svo kláraðist þetta fljótt þar sem það voru nokkrir eftir í okkar liði og við unnum þennan leik, þá var staðan 1-1

Næst voru spilaðir 2 “kill the captain” leikir. Þá byrja kafteinarnir í miðjunni á vellinum og eiga að hugsa um það að lifa af. leikurinn er unninn ef kafteinninn deyr. Við byrjuðum tveir á miðjunni, ég og hinn kafteinninn og miðuðum byssunni á hvorn annann og biðum þar til dómarinn flautaði. Þegar hann flautaði þá skaut ég einu skoti í átt að hinum kaftgeininum en hljóp svo eins og fætur toguðu í átt að liðinu mínu, í skjól. Svo illa vildi til að mér tókst einhvernveginn að hrasa og ég hélt að allt væri búið og leikurinn tapaður. En ég stóð upp og hljóp eins og það væri snjófljóð á eftir mér og tókst að koma mér í skjól í tæka tíð.
Sá leikur endaði með jafntefli því báðir kafteinarnir lifðu af.

Í næsta kill the captain leik skiptu liðin um stöður en rútínan var sú sama og áðan. Í þetta skiptið datt ég ekki og komst í skjól. Sá leikur endaði líka með jafntefli þar sem báðir kafteinarnir lifðu.

Staðan ennþá 1-1

Næsti leikur var Capture the flag, sem mér fannst perónulega skemmtilegastur því ég var hetjan í fyrstu umferð :)Það versta var að hann tók fallega captain bandið mitt þá =( En ég vissi innst inni að band er bara band og hugsaði ekki meira um það . Markmiðið var að ná fánanum og hífa hann upp á fánastöngina.

Þegar ég heyrði í flautunni hljóp ég eins og byssukúla í átt að flagginu. Ég hugsaði ekki um óvininn, bara um það að ná flagginu og hífa það upp. Þegar ég komst að fánanum sá ég að hitt liðið var svona 15-20 metra frá mér. Ég losaði fánann eins hratt og ég gat og brunaði á hundrað í átt að fánastönginni með það eitt í huga að hífa fánann upp. Þegar ég kom að fánstönginni lagði ég byssuna frá mér og dreif ég mig í að smella fánanum á stöngina og hífði eins og ég ætti lífið að leysa. Þegar fáninn var kominn upp flautaði hann og mér til undrunar var ég ekki með lit á mér og trúði því varla að þetta hefði tekist.

Í næsta leik skiptu liðin um stöðu og þegar það var flautað þá færði ég mig að miðjunni. Þar dó ég því ég var með lit á öxlinni. Ég vissi samt ekki að ég hefði dáið, kannski var þetta gamall litur… who knows? :) Þegar við vorum allir úr leik leit allt út fyrir að þeir myndu vinna en… Þegar það voru 20 sekúntur eftir þá var fánaberinn þeirra að nálgast fánastöngina. Hann átti í erfiðleikum með að finna smelluna til að hífa hann upp og sá leikur endaði jafntefli því þeir náðu ekki að hífa fánann upp.

Nú var staðan 2-1

Nú vorum við einu stigi yfir og þá var aukaleikur, þar sem liðin röðuðu sér upp öxl í öxl. Svo átti að skjóta einu skoti og þeir sem lifðu af stigu eitt skref fram. Fyrir tilviljun tókst mér að lifaaf mjög lengi og í síðustu umferðinni vorum við tveir í okkar liði á móti einum í hinu liðinu. Það endaði með því að við hittum hann báðir en hann hitti þann sem stóð við hliðina á mér.

Niðurstaðan var 3-1

Ég bjóst við að meiða mig eitthvað en fékk varla skrámu! Ekki að segja að maður sé alveg safe því margir fóru með marbletti heim, en adrenaline kikkið hrekur burt allan sársauka um leið hef ég heyrt.

Allir voru meira en ánægðir með daginn og svo var haldið heim og pantað pizzu ;)

Þetta virðist dýrt í fyrstu en þetta er þsvo sannarlega þess virði! Frábær skemmtun og reynsla, Fer pottþétt aftur og hver veit, kannski byrja að spila reglulega? :)
O|||||||O