PAINTBALL Á AKUREYRI UM HELGINA Sendi inn fréttatilkynninguna sem að við sendum út á alla helstu fjölmiðla landsins.

Í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI
F E R Ð A P A I N T B A L L :o )


FerðaLitbolti verður starfræktur í allt sumar í tengslum við Bylgjulestina 2001. Þetta er í fyrsta skipti ferðaLitboltavöllur er settur upp víðsvegar um landið og gefur þannig öllum landsmönnum öllum að prófa þetta nýjasta æði svo lengi sem þeir hafa náð 15 ára aldri.

AKUREYRI höfuðstað Norðurlands frá föstudag til sunnudags.
Litbolta völlurinn verður settur upp á túninu austan við samkomuhúsið á Akureyri og hefst starfssemin á föstudag þó að Bylgjulestin komi ekki í bæinn fyrr en á laugardag. Völlurinn stoppar þó stutt við og er aðeins þessa einu helgi á Akureyri í sumar og tilvalið fyrir starfsmanna hópa og saumaklúbba að skrá sig til leiks, þetta er leikur fyrir kvenfólk sem karlmenn en er verða keppendur að hafa náð 15 ára aldri.

Mikil uppgangur er í litbolta íþróttinni þessa dagana og hefur áhugi manna á þeim stöðum sem Bygjulestinn hefur stoppað hingað til sýnt að það komast færri að en vilja því er fólki, hópar, starfsmanna félög bent á að panta í tíma í síma 893-9000 sem allra fyrst og tryggja sér tíma.

HVERNIG FER LEIKURINN FRAM.
Leikurinn fer þannig fram að leikmenn bera á sér merkibyssur, sem knúnar eru þrýstilofti. Þær skjóta málningarkúlum, sem eru lítið eitt minni en kúlur þær sem notaðar eru fyrir baðolíur. Kúlurnar eru úr veikri matarlímshúð (gelatin) og fylltar skærum matarlit af umhverfisvænri gerð sem brotna niður í náttúrunni. Litarefnin eru uppleyst í sprittafbrigði (polyethylene glycol) sem er skaðlaust náttúrunni og eyðist án mengunar. Þegar einn leikmaður merkir annan leikmann rofnar húð kúlunnar og merkir hann með áberandi bletti. Er þá leikmaðurinn úr leik. Litarefnin þvost auðveldlega úr fötum, enda vatnsuppleysanleg. Á þennan máta reyna liðin að útiloka liðsmenn hvors annars frá frekari leik, sækja að fána andstæðinganna um leið og gætt er eigin fána.

LITABOLTI.
Litabolti “Paintball” er íþrótt og er fjarri ofbeldi þó merkibyssa sé notuð. Leikmenn snerta til dæmis aldrei hvorn annan. En hún byggir á liðsheild, sem getur skipulagt sig og unnið saman að sameiginlegu markmiði þar sem hver liðsmaður hefur ákveðið hlutverk og hefur traust liðsmanna sinna til að sinna því. Liðið er aldrei traustara en veikasti hlekkurinn og því komast leikmenn fljótlega að því að verk eins manns eru til einskis, allt byggir á samvinnu þar sem öll hlutverk eru jafn mikilvæg. Þó einn leikmaður hljóti heiðurinn af því að ná fána andstæðingsins og hlaupa með hann í heimahöfn gæti hann það ekki nema með stuðningi liðsmanna sinna. Paintball kennir því skipulag, kænsku og mikilvægi þess að fyrirfram ákveðið skipulag sé framkvæmt rétt. Íþróttin er því mikið stunduð af æskulýðssamtökum sem kenna vilja ofantalin atriði svo og fyrirtækjum sem senda hópa starfsmanna til þátttöku í litbolta til að efla hópanda og liðsheild starfsmanna sinna.

Ferða Litbolta völlurinn er löglegur keppnisvöllur “Sup'AirBall” völlur líkt og er notað á atvinnumannamótum erlendis og fyrstur sinnar tegundar hér á landi.

Allar frekari upplýsingar og tímapantanir í síma 893-9000.


Alltaf að plögga sjálfan sig,

Xavie