¨Fyrsta mót sumarsins var háð við misjafnar aðstæður á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í gær sunnudag.
9 lið mættu og hófu keppni.
Það voru Rotturnar, Rottudrengirnir, Stálbræður, Bulletproof, Freedom, Ice Family, Bangedup (ekki þó .com), Tha bold ones (skallarnir) og Bene Tleilax (Það voru allir meðlimir þess liðs fullvissir um að Bene Tleilax þýðir “Spurðu Guðmann”)
Áður en að móti lauk höfðu Bene Tleilax, Rottudrengirnir og The Bold Ones dottið úr lestinni án þess að klára alla sína leiki. Þess vegna voru leikir þessara lið aþurkaðir út og ekki metnir við uppgjör stiga. Þetta þótti okkur sanngjarnast á þeim tíma. (Stálbræður hefðu lent í 3. sæti hefðu leikir þeirra við þessi lið verið tekin með)
Mótið fór vel af stað þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika hjá mótshaldara (mér). Fyrirkomulagið á þessu mót var þannig að keppt var um fána og sett voru 4 mín tímamörk a´hvern leik. Lið kepptu 2 sinnum í röð á móti hvort öðru og gefin voru 10 stig fyrir sigur, 4 fyrir jafntefli og 2 aukastig ef að lið hafði náð fána. Dregin voru frá stig ef að merkjara mældust skjóta á yfir 300 fps þega leik var lokið.
Það er skemmst frá því að segja að þetta mót tók nánast 7 klst og flest allir skemmtu sér stórkostlega. Það er líka gaman að vita hvar menn standa og hvað þarf að bæta fyrir önnur mót í sumar.
Ice Family vann mótið með 86 stigum og næstir þar á eftir voru Freedom með 82 stig. Í þriðja sæti voru síðan Bulletproof sem að spilaði seinustu 4 leiki sína undirmönnuð voru með 4 í 2 leikjum og 3 í 2 leikjum, stórkostlegur árangur það. Bulletproof var líka eina liðið sem skartaði kvenmanni innanborðs. Í fjórða sæti var svo Bangedup frá Selfossi, ég skil ekki hvað Steini var að spá að skilja Shockerinn eftir heima??? Það er pottþétt að hann verður með í för á næsta mót. Stálbræður og Rotturnar ráku síðan restina jöfn að stigum.
Það er ýmislegt sem að við rákumst á við að halda þetta mót. Í fyrsta lagi þarf fleiri dómara inná vellinum í einu. Þó að ég og Eggert höfum reynt að gera okkar besta þá erum við vissir að okkur yfirsást fullt af hlutum. Það er eitthvað sem að við viljum bæta fyrir næsta mót. Annað er, að við munum gefa út skrá sem sýnir við hverja á að keppa næst og hvaða lið eru að keppa næst. Þetta hefðum við gert núna ef náðst hefði í Daxes daginn fyrir mót en hann ákvað að fara í útilegu með fjölskylduna þessa helgi og ekki var hægt að ná í hann til að fá staðfest hve mörg lið ætluðu að mæta.
ATH!!!
Það kann að vera að einhverjir hafi tekið búnað í misgripum sem að völlurinn lánað þeim og vill ég biðja þá aðila sem að kannast ekki við eitthvað að græjunum sem að þeir tóku með sér heim að hafa samband við mig í síma 893-9000 til að koma þeim græjum til skila.
Að öðruleit held ég að þetta hafi verið frábær dagur og vill ég þakka öllum sem komu og tóku þátt. Það var greinilegt á þessu móti að það er mikill uppgangur í litbolta á Íslandi.
Að lokum vill ég varpa fram spurningu: Er áhugi fyrir öðru móti á Akranesi eftir 3 vikur? Látið í ykkur heyra ef svo sé.
Takk fyrir daginn,
Xavier
P.S. Þau ykkar sem að tóku myndir og videoupptökur af deginum endilega setjið ykkur í samband við mig og við komum þessu upp hér á litboltasíðunni á Huga.