Ákveðið hefur verið að halda mót á sunnudaginn næstkomandi, þann 1.7.2001, kl 13.
Mótið verður haldið í Hafnarfirði á Víðistaðatúninu.
Keppt verður í 5 manna liðum og rennur skráningarfrestur út á föstudeginum 29.6 kl 23:59.
Sigurliðið fær titilinn “Hafnarfjarðarmeistarar í litbolta 2001”.
Lið skulu skrá sig í heilu lagi, það er með einum tölvupósti á
paintball@simnet.is eða í síma 893 9000.
Skráning skal innihalda Nafn liðs, liðsmenn tilgreinda með fullu nafni og kallmerki (nickname) ef það er fyrir hendi.
Þeir sem ekki eru í liði geta sent inn skráningu með subjectinu “liðleysur” og þeim verður raðað í lið á staðnum af handahófi.
Ef menn ná ekki saman 5 manna liði, má skrá þá sem komnir eru. Fyllt verður í liðið úr hópi “liðleysa”.
Mótsgjald er 7500 krónur á lið. Leyfilegt er að nota eigin kúlur en kúlur fást á staðnum á 7.900 kr kassinn.
Hægt verður að leigja merkjara og annað tilheyrandi á staðnum fyrir þá sem ekki eiga eigin útbúnað. Verð er 1.000,-.
kv,
DaXes
LBFR