Litbolti ehf. sem rekur vellina í Lundi, Kópavogi, býður félögum í
Litboltafélagi Reykjavíkur, LBFR, sérkjör, sem eru þessi :
1) Miðvikudagskvöld verða tekin frá fyrir félagsmenn í litboltafélögum. Menn þurfa að sýna fram á aðild að litboltafélagi með sannanlegum hætti við innganginn, þ.e. með félagsskírteini.
2) Aðgangsgjald er 900 krónur fyrir kvöldið sem er stórfelldur afsláttur frá venjulegu gjaldi, en menn nota eigin útbúnað. Leiga á merkjara, galla, kúlur eða kolsýra er ekki innifalið í þessu verði.
3) Leyfilegt er að koma með eigin kúlur og nota þær. Kúlur verða seldar á staðnum, verðið er 7.900 krónur fyrir kassann. Eingöngu selt á þessum kvöldum og í heilum kössum.
4) Kolsýruáfylling kostar 300 krónur.
Í ljósi þessa mun Litboltafélag Reykjavíkur útbúa félagsskírteini fyrir þá félagsmenn sem greitt hafa árgjald fyrir árið 2001. Þeir sem þegar hafa greitt árgjaldið munu fá skírteini sín afhent næsta miðvikudagskvöld. Það verður einnig hægt að greiða árgjaldið á staðnum.
Stjórn skorar á alla félagsmenn að greiða árgjaldið og fá skírteini til að nýta sér þetta tilboð. Einfaldast er að millifæra á reikning félagsins gegnum heimabanka eða leggja inn í næsta Búnaðarbanka.
Reikningsnúmer 0303-26-9910
Eigandi Litboltafélag Reykjavíkur, LBFR
kennitala 540200-2540
Árgjöldin gera félagið einnig sterkara til að geta unnið að hagsmunamálum félagsmanna og gert iðkun litbolta ánægjulegri fyrir alla.
bestu kveðjur og vonandi sjáumst við sem flest næsta miðvikudagskvöld
Guðmann Bragi Birgisson
aka DaXes
LBFR