Það er áætlað að halda mót í litbolta laugardaginn 24.júní.
Formatið verður 3 manna lið, einn fáni á miðjum vellinum og takmarkið verður að ná fánanum og koma honum yfir völlinn í heimahöfn andstæðinganna.
1 stig verður gefið fyrir jafntefli, þ.e. ef hvorugt lið hefur náð að koma fána í höfn.
1 stig verður gefið fyrir að ná fána og 1 fyrir að koma honum í höfn.
Leikir geta því farið 1 - 1, 2 - 1 eða 3 - 0.
Tími hvers leiks verður 3 mínútur, þannig að lið verða að sækja stíft til að ná 3 - 0 sigri innan leiktímans.
Keppt verður í tveimur deildum.
Í annarri deildinni verða lið sem leigja allan útbúnað, í hinni deildinni verða lið þar sem fólk kemur með eigin útbúnað. Lið munu fyrst og fremst keppa við önnur lið í sömu deild, en þó má búast við einhverjum leikjum milli deilda.
Það lið vinnur sína deild sem verður með flest stig í lok móts.
Mótsgjaldi verður stillt í hóf og verður 15 þúsund á lið eða 5 þúsund á mann.
Inni í því verði er leiga á öllum útbúnaði sem þarf og 1000 kúlur á mann eða 3 þúsund kúlur fyrir liðið, sem ætti að duga fyrir mótið allt.
Skráning opnar innan fárra daga. Greiða verður mótsgjald fyrir fram með innleggi á reikning.
Nánari upplýsingar um skráningu og greiðslu mótsgjalds verða birtar mjög fljótlega.
Spurningar má senda til paintball@simnet.is