Ég ætlaði að skrifa þetta sem svar við greininni “Herstöðin í Kópavogi” en var síðan kominn með svo langann kafla að ég ákvað að senda þetta inn sem sér grein.

Kæri Raven,

Það er mjög leiðinlegt að þú og félagar þínir hafi ekki fengið þá skemmtun út úr deginum sem litbolti er. Litbolti fyrir mér er þrælskemmtilegt sport og ég vona að þú og þó aðalega vinir þínir (fyrst þú hefur spilað áður) fái ekki alslæmt álit á þeirri þrælskemmtilegu íþrótt sem litbolti er.
Það eru nokkur atriði sem að ég get verið sammála í þessari grein hjá þér og nokkur sem að ég er ekki sammála.

1. Blót. Það finnst mér vera allgjörlega óþarft. Ég heyrði einn starfsmann segja að það væri vegna þess að fólk hlustaði betur þegar blótað væri. Það finnst mér útí hött.
Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í Kópavoginn og verð að segja að þegar Ross (englendingurinn sem var yfir-marshall fyrstu vikurnar) var að fara yfir reglur svæðisins, þá var það gert með öryggi fólks í fyrirrúmi, hann bar virðingu fyrir fólki sem var að fara að spila. Hann sagði: “Ef að þið takið af ykkur grímurnar inná velli og fáið skot í augun á meðan því stendur þá verðið þið blind! Það er ekkert annað tækifæri!”[sagði þetta á ensku].
Þetta skildu allir. Það er algjör óþarfi að blóta og vera með stæla. Ég var eiginlega hneikslaður á öllu þessu blóti. Það var þarna fólk frá fyrirtæki sem var að fara að spila og það var komið fram við það eins og það væri 6 ára. Ég get skilið þá áheyrslu að taka aldrei af sér grímuna undir neinum kringumstæðum en það hlýtur að vera hægt að koma þessu frá sér án þess að blóta svona mikið.

Það var eins og það skini í gegn smá lítilsvirðing í gegn hjá Marshallunum í garð sumra spilara. Það var einmitt svona kringumstæður þega rfólk var að taka af sér grímu á milli leikja og allir áttu að leggja byssuna niður að það var eitthvað kallað á þann sem var síðastur. Þetta hlýtur að vera hægt að laga. Það er samt greinilegt að Eyþór á verulegt starf fyrir höndum með að þjálfa starfsfólkið upp í að koma vel fram við viðskiptavinina.

Marshallarnir eða öryggisverðirnir á svæðinu eiga að vera extra liðlegir og hjálpsamir við viðskiptavinina án þess að brjóta reglurnar. Það er gerð krafa um það að fólk gæti fylsta öryggis og ekkert nema sjálfsagt að því sé fylgt eftir. Það er þó algjör óþarfi að vera dónalegur við viðskiptavinina. Þau skipti sem ég hef verið að spila hefur reyndar þurft að segja sumu fólki sama hlutinn mjög oft. Það kemur fyrir í hvert skipti sem spilað er að það er einhver sem tekur af sér grímuna í miðjum leik eða gerir sig líklegan til þess. Þetta er eitthvað sem öryggisverðirnir eiga að vera viðbúnir að gerist og vera þjálfaðir í að takast á við það þegar svoleyðis hlutir koma uppá. Þeir eiga ekki að skipta skapi og vera dónalegir við viðskiptavinina.

Ég hef sjálfur lent í riflildi við marshall og það er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Eins og litbolti getur verið skemmtilegur þá er rétt að láta Eyþór vita af því hvað sé í gangi inná vellinum. Ég verð að viðurkenna að ég hef verið nálægt því að ganga út af svæðinu, líkt og Raven og hans vinir gerðu, en ég er búinn að borga mig inn og finnst litbolti svo skemmtilegur að ég reyni að láta þetta ekki á mig fá.

Með von um að hlutirnir verði lagaðir sem allra fyrst svo að maður geti með góðri samvisku sagt fólki að mæta í Kópavoginn án þess að þurfa að skammast sín þegar fólk lendir í svon a hlutum eins og Raven.

Bestu kveðjur,

Xavier@hugi.is

P.S. Ég vona að ykkru sé sama þó að þetta komi sem sér grein og ekki sem álit á grein Ravens því að þetta er svo hrikalega langt.