Paintball er með því skemmtilegasta sem ég gert og hef farið nokkrum sinnum erlendis við góðar aðstæður.
Þannig var nú að við félagarnir fórum í Kópavoginn ásamt öðrum alls ca. 20 manna hópur.
Ég leyfi mér að fullyrða að þarna starfar eitt dónalegasta mannfólk sem fyrirfinnst. Þarna leið okkur eins og 7 ára krökkum á leið í stríð við Afganistan því starfsfólkið leit á sig sem einhversskonar hershöfðingja og algjörlega yfir okkur hafið.
Byrjum á byrjuninni:
Þegar þangað var komið ákvað ég að leita að klósetti, gekk að opinni hurð í afgreiðslunni og leit þar inn, þá var kallað aftan að mér:“Hei, viltu færa þig”. Ég leit við og sá 3 grænklædda 19 ára pilta sem gengu með hendurnar 30 cm frá síðunni og næstum hentu mér í burtu. Þetta voru víst 3 af starfsfólki svæðisins, svo kallaðir “Marshallar”. Áður en við fórum út á svæðið tók við ræða af einum starfmanna svæðisins. Það var mikið blót og sagði hann meðal annars að aldrei skyldi maður taka af sér grímuna: “mér er sama hvort þið fótbrotnið, hálsbrotnið, lendið ofan í skurði, rífið úr ykkur augun…. þið takið aldrei af ykkur grímuna”. Svo var okkur tjáð að ef þessum reglum yrði ekki fylgt með öllu fengjum við ALDREI að spila paintball aftur á ÍSLANDI.
Jæja, við röltum svo inn á svæðið og byrjum leikinn. Eftir fyrsta leik máttum við taka af okkur grímuna. Við áttum að rölta yfir á okkar helming, leggja frá okkur byssuna og svo máttum við taka af okkur grímuna. Ég var ca. 2 sekúndum eftir hinum og þá öskraði einn “marshallinn” á mig: Ætlar þú að vera með í þessu eða ætlarðu að eyðileggja fyrir öllum hinum?“.
Eftir þetta fórum við yfir á annað svæði og bilaði byssa félaga míns í miðjum leik. Hann reyndi að fá athygli frá starfmönnum og kallaði einfaldlega ”hei, halló, byssan er eitthvað biluð“. Þá rölti einn ”marshallinn“ að honum og sagði reiður: ”Þegar þú kallar á mig þá segir þú ekki ‘hei’“. Félagi minn spurði:”Hvað á ég þá að kalla“. ”Marshall, eins og var sagt við þig inni" svaraði hann. Það var aldrei sagt við okkur enda kemur það málinu ekkert við.
Eftir þennan leik var svo komið að öðru grímu breiki, þá missti einn marshallinn sig aftur við einn úr hópnum. Þá var okkur nóg boðið og yfirgáfum svæðið með ca. 200 ónotuð skot, en hægt var að fá 100 kall fyrir hver 100 skot ef maður skilaði þeim en þess má geta að maður kaupir þau á 990. That's pretty fair.
Þessi 20 manna hópur mun örugglega aldrei fara aftur í paintball hjá þessum einstaklingum, en þó alveg örugglega aftur á Íslandi.