Samkvæmt könnun sem að American Sports Data Inc. lét gera þá er litbolti kominn upp fyrir snjóbretti sem 4 stærsta jaðaríþróttin í Bandaríkjunum. Samkvæmt þessari könnun þá voru það meira en 5.900.000 manns sem að spiluðu litbolta að minnsta kosti einu sinni árið 1999 og þar af voru 793.000 sem spiluðu oftar en 15 sinnum á ári.
Samkvæmt annari könnun sem að tímaritið Paintball 2Xtremes gerði meðal vallareiganda þá eyddi hver gestur að meðaltali $44 í hvert skipti sem spilað var. Með einfaldri stærðfræði er hægt að finna það út að þessi 5.900.000 manns eyddu c.a. $259.600.000 árið 1999, og þá er ekki tekið með fólk sem að fór oftar en einu sinni það ár.
Litbolti er íþrótt!
Nokkrar litbolta staðreyndir:
Stór tímarit um litbolta 16 — Heildar upplag er c.s. 420.000 eintök
Litbolta búðir í Bandaríkjunum - c.a. 1.160
Litbolta vellir í Bandaríkjunum - c.a. 950
Fjöldi spilara á heimsvísu - meira en 11.600.000
Fjöldi keppnisliða í Bandaríkjunum - 5.500
Fjöldi landa þar sem litbolti er spilaður - 104
Litboltamerkjarar (byssur) seldar mánaðarlega í Bandaríkjunum - 67.000
Förum og berjumst fyrir því að fá þetta samþykkt sem íþrótt eins og hvað annað.
Xavie