Merkjararnir hafa þá sérstöðu umfram boga og önnur skotvopna að litabyssurnar eru smíðaðar til að skjóta á fólk. Þannig væri fólki hættara við að skjóta mann og annan “í gamni” með litabyssu en með boga, enda er hið síðarnenfda bráðdrepandi.
Þannig þætti mér ekki óeðlilegt að veita n.k. óæðra byssuleyfi (sbr skellinöðruleyfi vs mótorhjólaleyfi) sem fólk gæti hlotið við 18 ára aldur, þegar menn hafa ef til vill tekið út nægan siðferðis- og samfélagslegan þroska til að standast þá hvöt að skjóta í fólk “í gamni” eða taka sig til og fara í paintball leik í Kringlunni.
Það þarf að fara gætilega með þessa íþrótt, og þarf ekki annað til en eitt voðaskot til að reglurnar verði þrengdar enn meir. Því gildir að sýna ýtrustu varúð fyrstu árin sem þessi íþrótt skýtur rótum hér á Íslandi.
Hins vegar held ég að hún eigi eftir að verða ákaflega vinsæl með tímanum, enda er víkingaeðlið ríkt í okkur, eftirfarandi hindranir eru hvað helst í veginum:
a) Í dag má ekki eiga merkjara í einkaegin
b) Aðgengi að íþróttinni (félögum, æfingum, aðstöðu) er erfiðari en að öðrum íþróttum og félögum.
c) Þetta er nokkuð dýrt sport og getur grunnpakki kostað allt frá 50-150 þús. krónur. Þar að auki kostar hver leikur sitt og mætti teljast gott að komast af með 400 skot á einu síðdegi og þurfa ekki að borga meira en 3kr á skot eða 1200kr + 500kr gasáfylingarkostnaður fyrir hvert skipti sem maður iðkar litbolta.
d) Það er eftirsóknarvert að eigi færri en 10 séu að spila hverju sinni.
e) Aðstaða til litoltaiðkunar er af skornum skammti.
f) Þetta er ekki “áhorfendaíþrótt” og mun þannig ekki ná jafn miklum vinsældum og áhorfendavænar íþróttir. (sem þó þarf ekki að vera neitt skemmtilegra að iðka en litbolti. Til dæmis myndi ég velja litbolta umfram fótbolta hvenær sem er)
g) Íþróttin er hættuleg í höndum óvita og getur eitt voðaskot orðið til þess að yfirvöld legðu fæð á litbolta.
h) Sá sem hyggst byrja að iðka íþróttina myndi líklega þurfa að leggja út í um 3000-10.000kr upphafskostnað með því að fara með hópi í leik Kópavog. Til samanburðar má geta að æfingagjöld hjá íþróttafélagi eru milli 1.500-4.000kr á mánuði. -Þó ég vilji meina að peningunum sé vel varið, þá held ég að þetta sé soldið fælandi fyrir marga, þá sérstaklega þá sem enn eru í námi og hafa ekki fastar tekjur.
Óskandi væri í raun ef einhver fjársterkur velgjörðarmaður myndi splæsa litboltaleik á Alþingi, Dómstóla og Lögreglu svo ríkisvaldið fengi að kynnast leiknum af egin raun. Eins og ég hef ritað annars staðar á þennan vef, þá held ég að ef þetta yrði gert myndu tollar, skattar og aðrar álagningar á litboltavörum snarminnka, og einkaeign merkjara yrði eflaust skammt undan.
Það væri ef til vill ráð að fá e-n erlendan framleiðanda, eins og RPScherer eða Kingmann til að styrkja þetta framtak enda munar þá minnst um þetta, en hagnast mest á þessu.
Sömuleiðis væri kannski ráð að þeir sem sækja þennan vef heim og allir hinir sem eru í litboltafélögum skrifi sínum þingmönnum um litbolta og hvetji til breytinga á löggjöf/reglugerð um litabyssueign.
Eftir umræðu á korkunum um markaðssetningu litboltaíþróttarinnar á íslandi hef ég orðið sammála Daxes um að grasrótarvinna sé best um sinn, og aðgerðir eins og að hafa merkjara til sýnis/sölu í íþróttaverslunum og paintball tímarit í bókabúðum væru ef til vill full stór skref á meðan litbolti er enn að stíga sín fyrstu skref á Íslandi.
Hins vegar geri ég fastlega ráð fyrir að að ári liðnu verði litbolti þegar búinn að afla sér þvílíkra vinsælda að vel má fara að stíga stór skref í markaðssetningu íþróttarinnar.