Sælir/ar
Nú er maður orðinn ansi heitur fyrir því að fá sér “merkjara” og er búinn að browsa ansi mikið á netinu til að reyna að afla sér upplýsinga um hvernig maður reddar sér “merkjara” og öllum búnaðnum og finnst ég ekki finna neitt mjög skýrt um þetta, ég prófaði að senda Litboltafélagi Reykjavíkur mail en þeir hafa ekki svarað svo að ég ákvað að spyrja bara hérna.
Ég er búinn að lesa reglugerðirnar um litbolta og las þar að einstaklingar mættu ekki eiga “merkjara” heldur þyrftu félög sem væru með öll réttindi til að eiga “merkjarana” sem þeir lánuðu svo félagsmönnum sínum.
Hvernig er það þá ef maður ætlar að fá sér “merkjara” þarf maður þá ekki að skrá sig í félagið og láta það kaupa hann fyrir sig? Eða er nóg að skrá hann bara á félagið, til dæmis ef maður byggi úti, ætti “merkjara” þar og flytt heim og ætlaði að taka hann með, hvað myndi maður gera þá???
Þetta eru bara nokkrar pælingar sem ég hef verið að velta fyrir mér því ég er búinn að vera að skoða “merkjara” til dæmis á e-bay, aðeins notaða, og þeir virðast margir mjög vel með farnir (þó maður geti auðvitað aldrei verið viss þegar maður versli af netinu) og verðin eru mjög góð á þeim þar og ég væri alveg til í að versla mér einn þaðan en veit ekki alveg hvernig ég þarf að bera mig í því hérna heima.
Vona að þið getið útskýrt fyrir mér hvernig þetta virkar.
Takk!!
Snorri.
ps. Ef að félögin eru eigendur “merkjarans”, þarf maður þá að geyma hann hjá þeim eða getur maður tekið hann heim?