Ágætis grein hjá þér en þetta áhugamál er hinsvegar langt frá því að vera dautt. Síðustu 7 daga eru komnar 3 greinar með þessari grein. Korkarnir eru mikið notaðir til að skipuleggja leikdaga og svo mætti halda áfram en er svo sem óþarfi.
Hvað merkjara varðar þá er þetta alltaf spurning um smekk og hvað veskið þolir. Til að byrja með mæli ég alltaf með Tippmann 98 Custum eða
sambærilegu fyrir þá sem eru að byrja. Ef að fólk vill henda sér strax í high end merkjara þá er bara að mæta á spiladag og fá að prófa að skjóta hjá öðrum. Fólk er flest allt til í að leyfa öðrum að prófa ef að þeir láta nýjar kúlur í stað þeirra sem er skotið. Það er mikil flóra í þessu hérna í dag.
Algengasti high end merkjarinn á Íslandi er Shocker og margir (þar með talið Bulletproof eins og það leggur sig) sem halda því fram að betri merkjara er ekki að finna. Shockerinn er léttur og þægilegur. Það bar á því hér áðurfyrr að hann var að bila talsvert en ekki hefur borið á því með nýju týpuna. Virkilega áhugaverður kostur og um að gera að skoða hann.
Angel er til í ýmsum gerðum. Hér á Íslandi er tl Angel Fly 2003 og Angel LCD 2002 auk eins eða tveggja eldri. Bestu lið heims hafa notað Angel í talsverðan tíma. Lið eins og Dynasty (sem skipti yfir í Shocker fyrir yfirstandandi tímabil), Russian Legion (sem er að skipta yfir í Timmies), Avalance, Arsenal osfrv. ANGEL er einn dýrasti merkjari sem finnst en gæðin eru að sama skapi mikil.
Autococker, ég á einn slíkan og hef aldrei nokkurntímann lent í vandræðum með hann. Bilar ekki, notar loft vel, hraðvirkur þó að hann sé ekki vélrænn. Get ekki sagt neitt slæmt um þessa merkjara. Nýlega eru kominn rafmagnsgrip á þessa merkjara sem hafa fært þá aftur inní hringiðu keppnismerkjara þó að þeir hafi í raun aldrei dottið út því að það voru alltaf einhverjir sem vildu nota Autococker frekar en aðra vélræna merkjara.
Timmies. Intimitator er massa merkjari algjör klassi. Chris Lasoya notar þessa merkjara í dag og er að gefa út sína eigin útgáfu af honum. Það er viss gæðastimpill.
Hvað kúlur varðar þá hef ég skotið ótrúlega mikið af tegundum og prófa á vellinum hjá mér. Ég lenti loks hjá þeim í Draxxus og er einfaldlega mjög ánægður með þá. Ég held að það skipti voðalega litlu máli hvaða gerð af high end kúlum þú notar þetta er allt áþekkt. Það sem skiptir máli hérna er að kúlurnar passi við hlaupið. Þær eiga ekki að rúlla út um það því að þá er of mikið loft sem fer til spillis við það, þær eiga heldur ekki að festast í hlaupinu því að þá springa þær einfaldlega. Hlaup og kúlur verða að passa saman.
Grímur. Dye passa ekki á mig. Mér finnst þær eitthvað asnalegar. JT eru vissulega góðar en ég endaði á því að fá mér VForce því að það er svo auðvelt að þrífaþær. Getur smellt glerinu út með 2 handtökum og þrifið, smellt aftur í og allt tilbúið á 1 mín. Það eru aðrir framleiðendur farnir að bjóða uppá þetta að einhverju leiti í dag en ekkert til að tala um.
Fatnaður. Þekki það einfaldlega ekki nægilega vel til að tjá mig um það. Dye virðist vera reynast mörgum mjög vel. Heimir og Valur í Bulletproof eru mjög ánægðir með Dye búnaðinn sinn.
Hopper. Úff… vertu bara viss um að kaupa hopper sem passar við byssuna þína. Ef að þú færð þér byssu sem ræður við að skjóta 10 kúlum á sek þá er ekki tilefni til að fá þér hopper sem ræður við að mata 20+ kúlur á sek eða öfugt. Bara vera viss um að hopperinn ráði við að mata merkjarann þinn af kúlum.
Þetta er allt sem ég hef fram að leggja í bili.
Kveðja,
Xavie