Kæru félagar Litboltafélags Reykjavíkur (LBFR)

Ég, DaXes og Obsidian hittum 2 menn í dag varðandi húsnæði félagsins. Annar var frá lögreglustjóra og hinn frá eldvarnaeftirlitinu. Skoðuðu þessi menn hugsanlegt húsnæði félagsins og gerðu athugasemdir við það sem bæta þarf til að húsnæðið verði samþykkt. Voru þessar athugasemdir svo smávægilegar að Daxes og Obsidian ákváðu að taka húsnæðið og verður skrifað undir leigusamning síðar í dag.

Nú er svo komið að félagið er virkilega farið af stað og útgjöld farinn að myndast. Nú er um að gera fyrir alla félagsmenn að greiða félagsgjöldin með greiðsluseðlinum, sem sendur var út á föstudaginn, sem allra fyrst. Ef þið hafið ekki fengið seðilinn er hægt að nálgast allar banka upplýsingar á heimasíðu félagsins <A HREF="http://paintball.simnet.is">http://paintball.simnet.is</a>

Húsnæðið sem um ræðir er skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð í JL-Húsinu Hringbraut 119-121. Það verður vafalítið tilkynnt hérna á Hugi.is þegar allt er komið í gegn.

Nú vill ég óska okkur öllum til hamingju með húsnæðið og fyrsta skrefið í merkjara kaupum félagsins.

Meðan ég man. Ef að einvher veit um sterkbyggða skápa sem hægt er að læsa (með hengilás eða eitthvað slíkt) sem að fást gefins eða fyrir lítinn pening endilega látið vita af því. Það stefnir allt í það að við verðum að hafa allt lokað og læst í skápum á skrifstofunni.

Nóg í bili…
<A HREF=“mailto:xavier@hugi.is”>Xavier@hugi.is</a>
LBFR