Það var gaman að sjá hversu margir mættu í gær á vinnudegi LBFR og LiBS á litboltavellinum í Kópavogi. Það var nóg að gera og fullt af hlutum sem að við kláruðum til að gera vellina skemmtilegri.
1. Völlur.
Á miðjum vellinum skelltum við upp einum turni Guðmann, Jói, Xavier og Eggert áttu stórann hluta í þessu, og hentum nokkrum sandpokum í kringum hann. Þetta gerir völlinn örlítið meira krefjandi og skemmtilegri. Hann er samt það einfaldur að nýtt fólk á að geta spilað hann á vandræða.
2. Völlur.
Við tókum brúsa þyrpinguna sem var á miðjum vellinum og splundruðum henni. Við hækkuðum bunkerana með því að setja 2 brúsa ofan á hvorn annan Villi, Hjalti, Xavier, Guðmann og Jói tóku á þvi við þetta. Það virkaði vel. Við röðuðum síðan upp dekkjunum uppá nýtt og færðum nokkra bunkera. Völlurinn virkar mjög vel og gaman að spila hann eftir þessar breytingar.
3. Völlur.
Hér rúlluðum við inn helling af nýjum keflum og stilltum þeim upp. Við röðuðum upp sandpokabyrgjum sem að Tony, Gyzmo, Hjalti og Eyþór áttu Heiðurinn af, og skelltum upp hindrunum sem að skemmdarvargar höfðu eyðilagt í vetur. Það er nóg af stöðum á þessum velli til að skýla sér og völlurinn er mjög krefjandi.
4. Völlur.
Hér plöstuðum við uppí gluggana sem brotnir höfðu verið, Jói og Geiri fóru á kostum með vélsögina. Hreinsuðum síðan til á svæðinu og tókum almennt bara til þar. Skelltum upp tveimur eða þremur nýjum bunkerum, Finnur, Óðinn, Sveinbjörn og Enok stóðu sig eins og hetjur við þennan hluta.
Að ógleymdum öllum hinum sem að komu og hjálpuðu til. LBFR og LiBS Þakkar ykkur kærlega fyrir hjálpina.
Eftir að hafa breytt völlunum spiluðum við í nokkra tíma. Það var þvílíkt snilldar veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Ekki of heitt og ekki of kalt. Sveinbjörn og Enok voru að spila með Shockerana sína og þeir sem fengu að prófa þá sögðu að það væri á hreinu að þetta væri þvílíkur draumur að vera með svona græju. Sumir sóru þann eyð í vitna viðurvist að þetta væri næsta byssa sem að þeir myndu kaupa sér. Mér leið ekkert sérstaklega vel með minn Inferno T3 við hliðina á þeim þó að hún hafi staðið sig einstaklega vel. Þá er munur að geta skotið 13 skotum á sek án þess að eiga það á hættu að brjóta í hlaupinu.
Arrggg… ég verð að fá mér svona.
Enn og aftur takk þið sem mættuð og hjálpuðuð okkur að gera daginn stórskemmtilegan. Við verðum að endurtaka þetta við gott tækifæri.
Xavier[LBFR][LiBS]
P.S. Það eru nokkrir hútir sem eftir er að gera til að klára en ekki var hægt að fullklára í gær sökum efnisleysis. Þannig að vellirnir ættu að vera í fullkomnu lagi helgina eftir páska. Þá er bara um að gera að skella sér í Kópavoginn og spila smávegis.