Á morgun, fimmtudag sem einnig er Skírdagur og almennur frídagur, ætla félagar í LiBS og LBFR að gera sér glaðan dag á vellinum í Kópavogi.
Þetta er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að hittast, spjalla saman og skipileggja sumarið svolítið. Því allir ætlum við að spila svolítið, eða hvað ?
Við ætlum að leggja fram svolitla vinnu fyrir Eyþór í staðinn fyrir að félögin bæði njóta ókeypis geymsluaðstöðu fyrir merkjara sína hjá honum. Og í dagslok býður Eyþór öllum sem mæta í pizzur og bjór.
En á milli vinnunnar og veitinganna ætlum við að leika okkur svolítið. Sjálfsagt er að félagsmenn noti merkjara sína, þeir sem þá hafa, en hinir fá lánað hjá Eyþóri án endurgjalds.
Kúlur verða á hálfvirði, 200 kúlur fyrir 1000 krónur, en fyrstu 100 ætlar Eyþór að gefa.
Dagskráin er sem sagt svona :
Mæting á slaginu 11 (þeir sem geta komi með hamra eða önnur smíðaverkfæri).
Það verður hreinsað til eftir veturinn, rétta girðingar og fleira smálegt, en aðallega þarf að breyta og bæta vellina og reyna að gera þá skemmtilegri í spilun.
Byrjað verður að spila eftir hádegið, kannski svona um kl 15 og tökum á því fram að kvöldmat þegar Eyþór kemur með bjórinn og matinn.