Þeir félagsmenn LBFR sem pöntuðu sér græjur mættu í Kópavoginn í dag til að prufa græjurnar. Eyþór var svo almennilegur að lána okkur kolsýru og afnot af vellinum. Þetta var þrusu gaman og þvílíkur munur að vera með sína eigin græju. Það komu tvær týpur af merkjurum til landsins að þessu sinni,Inferno Terminator T3 og Inferno Heat. Heat merkjarinn kom verulega á óvart. Það er þrusugripur og gaman að fá að sjá eina slíka í gangi. Það er greinilegt að þessir merkjarar frá Arrow Precision eru í fínu lagi alveg frá lægsta flokki uppí topp merkjarana.
Gyzmo sem fékk sér Heat merkjarann var í skýjunum með kaupinn og gerði grín af þeim sem áttu í vandræðum með sína T3.
Það var ekkert um bilanir en málingin sem við vorum að skjóta var frekar gömul og hefur það eflaust haft sitt að segja.
Við getum ekki beðið eftir að prófa þær aftur og ætlum örugglega að skella okkur á morgun og pottþétt á fimmtudaginn.
Það er munur að vera með sínar eigin græjur í litbolta og mun ódýrara að spila.
Nú er bara um að gera fyrir ykkur hin að skella sér á eitt stk merkjara og taka þátt í fjörinu.
Xavier [LBFR][LiBS]