Þeir sem pöntuðu sér litboltagræjur í gegnum LBFR þá eru þær komnar til landsins og ættu að vera lausar úr tolli í dag. Þeir sem hafa áhuga á að prófa græjurnar í dag ættu að hafa samband við mig eða Guðmann. Þið ættuð að vita hvernig er hægt að ná í okkur.
Farið verður með græjurnar í Litbolta í Kópavogi þegar þær eru lausar úr tolli. Fara þarf með CO2 kútana í Eldverk til að setja anti-siphon túburnar í þá og fylla þá. Einnig þarf að fara með þrýstiloftskútana í hleðslu. Við Xavier göngum frá þessu, en þeir verða ekki tilbúnir fyrr en á morgun. Við getum fengið lánaða kolsýrukúta hjá Eyþóri til að prófa græjurnar á eftir.
Annað atriði :
Við ætlum að hittast á vellinum í Kópavogi á fimmtudag, Skírdag, til að hreinsa völlinn og koma honum í spilanlegt horf. Síðan verður að prófa vellina og sjá hvort gera þurfi fleiri breytingar. Áætlað er að hittast um 11 leytið um morgunin og hefjast handa. Allir meðlimir LiBS og LBFR eru velkomnir. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í annað hvort félagið þá verður það hægt þarna líka. Eyþór mætir með grillið og við ætlum að skemmta okkur þarna fram eftir degi. Nú er um að gera að skella sér í smá vinnu og glens, er ekki allt annað lokað hvort eð er?
kv.
DaXes og Xavie