Tippmann 98 custom
Ég eignaðist nýlega Tippmann 98 custom sem hefur verið í eigu annars einstaklings í dágóðan tíma. Á byssuni hafa verið gerðar ýmsar breytingar og hún verið uppfærð til muna. Ég er frekar nýr í paintball áhugamálinu og sportinu sjálfu en ég er æstur í að læra. ;)
Þær helstu breytingar sem hafa verið gerðar á henni eru að einhverju hefur verið bætt inní gikkinn og byssan gerð al-sjálfvirk. Einnig hefur nýtt og betra (lengra) hlaup verið keypt og nýr tankur fyrir kúlur(sem er rafhlaðinn og notaður til þess að auka skilvirkni þegar kúlurnar detta niður). handfanginu hefur verið lítillega breytt til að gera það þægilegara.
Ég hef sjálfur bara farið fjórum sinnum í paintball (að hluta til vegna kostnaðar). Síðan hef ég heyrt að flestir paintball staðirnir á íslandi séu að loka. Er þetta satt?
Málið er einnig það að mér finnst ég ekki átta mig á fullum möguleikum byssunar. Get ég gert eitthvað til að uppfæra hana enn frekar og hvað væri þá best að gera?
Takk fyrir mig…
Smans2