NPPL eða the National Professional Paintball League var stofnað af nokkrum liðum atvinnumanna í litbolta því þá vantaði vel skipulagða árlega mótaröð til að koma sjálfum sér og sponsorum sínum á framfæri. Liðin bjuggu þá sjálf til deildina og mótaröðina innan hennar.
Eins og alltaf þá lendir vinnan á þeim sem taka hana að sér og þar sem atvinnumenn í litbolta hafa ekki sínar einu tekjur af litbolta, voru það fyrirtækin sem sponsora og starfsmenn þeirra sem fóru að sjá um hlutina. Eftir leiktíðina í fyrra fannst liðunum að leikmennirnir væru að missa tökin á því hvert stefndi og kröfðust þess að fá framkvæmdavöldin aftur í sínar hendur. Upp spruttu miklar deilur og endaði með málamiðlun. Nú stýra deildinni :
League Representatives
Tom Cole - NPPL President & Captain of Bad Company
Chuck Hendsch - NPPL Vice President – JT Paintball
Steve Pisek - NPPL Secretary – Captain of Team OBR
Lane Wright - NPPL Rules Committee, Member of Team Image
Robert Rose - NPPL Rules Committee, Member of Team Ground Zero
Frank Watson - NPPL Rules Committee, Member of Team The Family
Bill Cookston - NPPL Rules Committee Member, Challenge Park Extreme
Promoters Group
Bill Gardner - Smart Parts, Pittsburgh Tournament & Member of Team The All Americans
Franco Diblassio - Smart Parts, Pittsburgh Tournament
Renick Miller - Bad Boyz Toyz, Chicago Open & Member of Team Aftershock
Dave Youngblood - DYE, Los Angeles Open & Member of Team SC Ironmen
Jerry Braun - World Cup & Member of Team Ground Zero
Ed Poorman - 4th event for 2001, Warped Sportz & Captain of Team Avalanche
En taka verður til greina að liðsstjórar og sumir meðlimir liðanna eru einnig starfsmenn sumra af fyrirtækjunum, eins og sést á listanum.
Mótaröðin í ár verður þessi :
LA Open: 6.-11. mars
Pennsylvania Open: 4.-6. maí
Chicago Open: 19.-24. júní
Staðsetning óstaðfest: 25.-26. ágúst
World Cup: 22.-28. október
Mótaraðir eru fleiri í litbolta og einnig halda nokkur fyrirtækjanna sín eigin mót. Kingman hélt til dæmis í fyrra sitt fyrsta mót, The Spyder Cup og voru 5 Mustangar í verðlaun fyrir sigurliðið. Zap kúluframleiðandinn heldur einnig mót og sponsorar sjálfstætt World Cup mót. Mardi Gras mótið má nefna og Skyball í Skydome í Toronto.
Evrópsk mót eru einnig þó nokkur og hafa breska liðið Shockwave UK og hið sænska Joy Masters verið sigursæl.