Mín fyrsta reynsla á Litbolta Ég veit að finni5 var að segja frá fyrstu reynslu sinni á Paintball(litbolta) enn ég verða bara aðeins að segja líka frá minni reynslu.

Ég fór ásamt nokkrum vinum, var finni5 þar á meðal. Hann Finni safnaði saman hóp og fórum við í Paintball nokkrir með honum. Fórum við laugardaginn 18. apríl og var algert stuð.
Vorum við 11, sem sagt 5 og 6 í liði, fengum við einhverja hermanna galla og grímur. Ég var í liði ásamt Finna og öðrum vinum mínum. Byrjaði þetta örugglega eins og venjulega, allavega við byrjuðum bara á Deathmatch(Elimination)2 þannig og voru báðir mjög spennandi og skemmtilegir. Síðan fórum við í Kill the Captain, var fyrri leikurinn mjög skemmtilegur og spennandi enn seinni leikurinn var ekki jafn skemmtilegur þar sem ég dó eiginlega strax og liðið fljótt eftir mér. Síðan fórum við í hálfgert Standoff, ég veit ekki hvað það heitir þannig að liðinn raða sér upp á móti hvor öðru og skjóta 1 skoti og færa sig síðan nær. Voru 5 lotur þar, í fyrstu lotu töpuðum við 1 manni, síðan í annari 2 öðrum og í þeirri 3 misstum við 2. Vorum við 2 á móti 5 náðum við 1 út og síðan vorum við skotnir eftir 1 lotu enn.

Síðan fórum við í Capture the Flag sem var miklu skemmtilegri enn hinir leikirnir, enn vann hvorugt liðið, í fyrri leiknum fann enginn fánan og í seinni náðum við næstum því að ná fánanum upp enn tíminn var búinn. Eftir þetta komu skemmtilegustu leikirnir, Defend the House, áttum við að byrja að ráðast inn, í byrjun vorum við fastir úti þar sem það var svo erfitt að hitta liðið inni, enn við komumst inn í endann og tókum hitt liðið út. Okkur gekk hinsvegar miklu betur þegar það kom að því að við áttum að Verja Húsið, komust þeir ekki inn fyrr enn þegar það voru bara 3 mín eftir og faldi seinasti maðurinn sinn það vel að þeir fundu hann ekki fyrr enn 20 sek voru eftir, enn náðu þeir ekki að drepa hann nema rétt eftir flautuna.

Nú átti þetta að vera búið og fóru margir(þar á meðal ég)bara að skjóta eitthvert og eyða skotunum. Enn síðan eftir að flestir voru búnir að eyða skotunum var komið með þá hugmynd að þeir sem ættu enn skot myndu far í smá Deathmatch inn í húsi. Bláa liðið sem hafði ekki leikið sér að eyða skotunum áttu fullt eftir, á meðan við þurftum að deila um 30 skotum á 4 menn. Þrátt fyrir þetta unnum við.

Var þetta alveg geðveikt og ætla ég örugglega að stunda þessa íþrótt mikið. Kostaði þetta um einhvern 5000 kall, og fannt mér það ekki mikið miðað við skemmtunina sem maður fékk út úr þessu. Síðan fékk maður líka tækifæri að fá útrás og skjóta vini sína til óbóta, ég mæli með að fólk prufi þetta eins fljótt og unnt er. Og auðvitað er skemmtilegra að fara með miklum vinahóp.

Kveðja
*boggi35*