Þetta á heima hér sem grein en ekki sem korkur sem fáir sjá.
Sjáumst á morgun ;)
Xavier
!! Námskeið fyrir byrjendur !!
noooos Þann: 06. apr, 19:14
Já já … nú er komið að því, á fimmtudaginn (skírdag) ætlar hópur fólks að mæta snemma upp í hús og byrja á nýjum velli. mæting verður um klukkan 10 um morguninn. Allir hjálpast að við að setja upp nýja völlinn og bara hafa gaman.
upp hefur komið sú hugmynd að eftir þetta, eða svona um kl 12:00 verði haldið námskeið fyrir þá aðila sem eru styttra komnir, já eða lengra. Þessi námskeið munu þá einna helst byggjast á þeirri þekkingu sem aðilar hafa sankað að sér með því að lesa greinar um paintball, hvort sem það er í tímaritum eða á netinu.
En eitt er þó ljóst að þessar æfingar hafa skilað árangri og er vonin sú að með því að koma þessari þekkingu áfram náum við að koma litbolta á annað stig hérna á íslandi. Von þeirra aðila sem ætla að sameinast við að kenna þeim sem vilja er sú að enn fleiri fái áhuga á litbolta og meiri samkeppni skapist innan greinarinnar. Meiri samkeppni þýðir jú betri einstaklingar því nú er verið að safna í nokkur lið til að fara út að keppa í haust.
Endilega fjölmennið á fimmtudaginn og hafið gaman með okkur. Því litbolti er jú skemmtileg íþrótt. c",)
p.s. þetta á að vera á skemmtilegu nótunum, ef einhver á grill þá má hann endilega taka það með og allir hinir.. munið eftir að taka með ykkur einn pylsu pakka og hálfan líter af gosi…
shit hvað þetta á eftir að verða geggjað … okkur hlakkar allavega geggjað til….
Upplýsingar um staðsetningu gefur Sveinbjörn í síma 822-8211
Það verða einhverjar byssur á svæðinu fyrir þá sem ekki eiga sínar eigin græjur. Nú er engin afsökun fyrir því að mæta ekki. ALLIR Í PAINTBALL…