Sæl öll
Í undirbúningi er að fá atvinnumann í litbolta til að koma hingað og halda þjálfunar- og kennsludag.
Allar líkur er á að þetta yrði á sunnudegi frá 8. að morgni til 13. eða fimm klukkutíma prógramm og gjaldið yrði 5 þúsund krónur á mann. Menn koma með eigin kúlur og gera má ráð fyrir að nota að lágmarki 500 kúlur á svona degi.
Dagsetning er ekki klár, en seinni helmingur maí eða júní er líklegast.
Að hámarki komast 20 eða 21 að, annað hvort skipt í fjögur 5 manna lið eða þrjú 7 manna lið eftir hentugleika og á hvaða velli þetta verður.
Einnig verður farið yfir atriði eins 1 on 1 snapshooting, 1 on 2, 1 on 3, breakout, bunkering og annað í taktík og tækni litbolta.
Svarið könnun á www.hugi.is/litbolti/ svo ég fái einhverja svörun um líklega mætingu á svona dag.
Þegar dagsetning er orðin staðfest verður auglýst hér á póstlistanum og á www.hugi.is/litbolti, og þeir sem fyrstir skrá sig komast að.
bestu kveðjur
Guðmann Bragi