Viðbætur, leiðréttingar og athugasemdir óskast
kv.
DaXes
LBFR

Umgengni við völl og upphafs leiks :

1. Þegar þú kemur á völlinn kemur þú að honum þannig að þér stafi engin hætta af leik sem er í gangi. Þ.e. að þú ert í hæfilegri fjarlægð frá leikvellinum sjálfum.

2. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú tekur byssuna upp úr töskunni er að fullvissa þig um að hlauptappinn sé rétt settur í hlaupið og öryggið sé á.

3. Næst setur þú á þig öryggisgrímuna.

4. Svo, og alls ekki fyrr, skrúfar þú gaskútinn á byssuna. Síðan setur þú trektina ofan á byssuna og fyllir hana af kúlum.

5. Þegar þú ert tilbúinn til að spila gengur þú að hraðamælingarborðinu sem er í nokkurri fjarlægð frá aðkomunni og snýr frá henni, því áður en þú gengur inn á völlinn verður þú að hraðamæla byssuna.

6. Það gerir þú með því að skjóta þremur skotum yfir hraðamælinn. Ekkert skotanna má vera á meiri hraða en 300 fet á sekúndu og meðaltalshraði þessara þriggja má ekki vera yfir 280 fet á sekúndu. Ef hraðinn er meiri verður að hraðastilla byssuna upp á nýtt. Eftir hraðamælinguna setur þú tappann aftur í hlaupið og öryggið aftur á.

7. Þá gengur þú að öruggu svæði við hlið leikvallarins. Þetta svæði er afgirt með yfir mannhæðar hárri girðingu sem klædd er þéttu neti eða öðru sem kúlur frá leik komast ekki í gegnum.

8. Bak við þessa girðingu getur þú lagað grímuna á meðan þú bíður eftir að komast í leik.

9. Þegar þú getur hafið leik gengur þú að fánastöð liðs þíns. Þegar allir leikmenn hafa komið sér fyrir bak við fánastöðina tekur þú hlauptappann úr hlaupinu og öryggið af litmerkibyssunni.

10. Leikurinn hefst við hljóðmerki eða annað einkennandi merki.

Leikreglur LBFR
1. Leikmenn verða alltaf að bera hlífðargrímur inn á leiksvæðinu.

2. Ekki má skjóta andstæðinginn viljandi fyrir ofan hálsmál.

3. Engin líkamleg snerting er leyfileg

4. Alltaf skal hlusta á og fara eftir tilmælum umsjónarmanns.

5. Aldrei skal setja aðra hluti en þá sem eru til þess ætlaðir í merkibyssurnar.

6. Ef móða myndast í hlífðargrímum, gangið af velli í öruggt svæði bak við girðinguna og lagið grímuna þar. Aldrei skal taka af sér grímuna á vellinum.

7. Þegar leikmaður er merktur úr leik, skal hann lyfta merkibyssunni yfir höfuð sér og ganga álútur í örugga svæðið.

8. Öll merki og bendingar til hinna leikmannana á leið út af vellinum eru bannaðar.

9. Leikmaður eru úr leik ef hann merkist á einhvern stað á líkama eða tæki. Leikmaður er einungis úr leik ef að litboltinn springur og litar viðkomandi með litarefni.

10. Ekki skal nota móðgandi eða neikvætt orðalag inn á leikvellinum. Leikmenn skulu spila heiðarlega og sína íþróttamannslega framkomu í hvívetna.

11. Leikmenn er brjóta leikreglur eða haga sér óskynsamlega, þurfa að yfirgefa völlinn.

12. Áfengi og önnur vímuefni sem og reykingar eru stranglegar bannaðar á vellinum.