Hér eru drög að samkomulagi sem félagsmaður gerir við LBFR vegna gjafar félagsmanns í innkaupasjóð félagsins. Endilega sendið mér athugasemdir, breytingatillögur eða leiðréttingar á paintball@simnet.is.

DaXes
LBFR

Litboltafélag Reykjavíkur, LBFR, kt : 540200-2540 og
Nafn gefanda, kt : xxxxxx-xxxx gera með sér eftirfarandi

s a m k o m u l a g

Nafn gefanda, hér eftir nefndur “gefandi” gefur Litboltafélagi Reykjavíkur, hér eftir nefnt “félagið”, upphæðina kr. xx.xxx,- , xx og xx þúsund xx hundruð og xx, í innkaupasjóð félagsins. Þessa gjöf skal félagið nota til kaupa á eftirfarandi búnaði til iðkunar litbolta :

* Inferno Terminator
* Þrýstiloftskút 0,8l með ventli
* JT Spectra andlitsgrímu
* Hopper, 200 kúlu kúlutrekt
* Hlauptappa (Barrel Plug)
* Hlauphreinsir (Sqeegee)
(Búnaður listaður eins og hver gefandi biður um að sé keypt)


Félagið skuldbindur sig til eftirfarandi :

1) Gefanda einum verður afhentur merkjarinn til láns og afnota. Merkjarinn verður merktur með raðnúmeri félagsins og skráður honum.

2) Gefandi verður skráður sem umsjónarmaður útlána hjá félaginu í bækur þess.

3) Verði einkaeign litmerkibyssa leyfð mun félagið selja gefanda merkjarann á kr. 500,-

4) Kjósi gefandi að ganga í annað litboltafélag mun félagið selja hinu félaginu merkjarann á kr. 500,-

5) Gefandi getur framselt lánsrétt sinn til merkjarans til annars félagsmanns LBFR. Slíkt skal tilkynnt til stjórnar félagsins með 7 daga fyrirvara.

6) Viðhald merkjarans er á ábyrgð og kostnað gefanda.

Gjöfin hefur þegar verið afhent og gefandi fengið kvittun þess efnis.

Skjal þetta er gert í tveimur samhljóða eintökum, fær gefandi annað þeirra og félagið geymir hitt.


f.h. LBFR Gefandi
UNDIRSKRIFIR