Ákveðið hefur verið að halda fund til að skipuleggja árið í litbolta.

Áhugi er fyrir því að fara erlendis og keppa í mótum, en það þarfnast skipulagningar svo vel takist til.

Þess vegna hefur verið ákveðið að halda fund þar sem þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málin hittist til að spjalla um mögulega þátttöku.

Við 8 sem fórum á Campaign Cup í London í september síðast liðnum ætlum öll að mæta og segja frá hvernig okkur gekk, bæði í skipulagningu og í keppninni. Við verðum með ljósmyndir og vonandi getum við sýnt video sem við tókum úti á risaskjá.

Einnig verður rætt um mögulega mótaröð í sumar og hvernig hún eigi að vera skipulögð.

Fundartími : Þriðjudagskvöldið 20. janúar kl. 20:00
Fundarstaður : Stjörnukaffi, Garðatorgi (fyrir innan Hagkaup)

kv,
Guðmann Bragi