Dynasty hættir hjá WDP og fer til SmartParts Fréttir þess efnis bárust í vikunni að samningar Dynasty við WDP væru að stranda. Eins og flestir vita sem fylgst hafa með paintball á síðustu árum er WDP-Dynasty eitt farsælasta sambandið í sögu íþróttarinnar. Með Angel merkjurunum frá WDP hefur Dynasty unnið allar þrjár meistarakeppninar á síðasta ári.

Smartparts tekur við.
Dynasty voru ekki lengi samningslausir því að daginn eftir að tilkynnt var að samningur þeirra við WDP yrði ekki endurnýjaður var tilkynnt um samninga þeirra við Smartparts.
Fyrir 2004 tímabilið munu Dynasty sem sagt nota Private Label Shocker SFT, Freak hlaup og Max-Flo loftkerfið. Dynasty eru sem sagt farnir að herma eftir Bulletproof. ;)

Gert er ráð fyrir að Dynasty keppi áfram í þeim mótum sem þeir voru í á síðast ári ásamt því að keppa 4 af 5 PSP mótunum.

Kveðja,

Xavie