http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1058707
Lögr eglan í Keflavík fékk á laugardagskvöld tilkynningu um að menn í bíl hefi skotið litakúlum úr litaboltabyssu á hús í Eyjabyggð í Keflavík. Fleiri tilkynningar bárust um ferðir þessa manna í Keflavík, meðal annars á Nónvörðu, Hringbraut og Faxabraut.
Lögregla hafði nokkru síðar afskipti af fimm manns í bifreið og voru þeir færðir á lögreglustöð. Einn viðurkenndi að vera eigandi byssunnar og annar viðurkenndi að hafa verið að skjóta úr byssunni. Lögreglan lagði hald á verkfærið.
Hvað eru menn að spá?
Vita menn ekki í hvað við sem erum í framlínu fyrir litbolta á Íslandi þurfum að leggja á okkur til að fá að halda þessari reglugerð sem nú er í gildi áfram. Á sama tíma erum við að vinna í því að fá reglur um litbolta rýmkaðar.
Úff… er það eina sem ég get sagt. Eins gott að löggann náði þeim.
Xavie