Skógarstríð
Ég verð að segja það, að það allt annað að spila Paint Ball í skógi þar sem það eina sem þú getur skýlt þig fyrir eru örþunn tré. Ég kynntist fyrst paint ball útí Bandaríkjunum og keypti mér þar búnað og þar á meðal Spider One elskuna, sem rúlar. Eftir að ég heyrði að það væri búið opna völl hérna heima, þá varð maður mjög spenntur. Ég verð að segja að þetta kom mér dálítið á óvart, þar sem ég hafði aldrei leikið á velli fyrr. Þegar ég heyrði að maður gæti ekki notað eiginn búnað, varð ég fyrir miklum vonbrigðum. En það verður nú að segjast að maður hefur ekkið prófað paint ball, fyrr en maður hefur prófað þetta í opnum skógi með nær ótakmarkað landsvæði. Auk þess er miklu auðveldara að vera skotinn því það er lítð sem maður getur skýlt sér við. Mér finnst að það ætti að leyfa paint ball hvar sem er.