Hér hef ég tekið saman nokkur verðdæmi úr vefverslunum í USA og Bretlandi. Við þessi verð bætist sendingarkostnaður, tollur og virðisaukaskattur.

1) Merkjarinn.
Ódýrustu merkjararnir eru á up $100 í USA, eða um 8500 ísl. krónur. Spyder, Tippmann, dýrari gerðir Piranha og fleiri slíkir algengir merkjarar kosta um 200 - 300 dollara, eða 17 til 25 þúsund. Í Bretlandi eru ódýrir merkjarar á um 100 pund eða 12.500 krónur. Algengustu merkjararnir eru á 200 - 300 pund eða 25 til 35 þúsund.

2) Nauðsynlegir aukahlutir á merkjarann.
Kolsýrukútur, 12 - 20 oz tankur kostar um 25 - 35 dollara, eða um 2000-3000 krónur.
Kúlutrekt og hlauptappi, 5 - 8 dollara, um 500 krónur

3) Gríma.
JT, Scott og Brass Eagle grímur kosta um 45 - 60 dollara, 4000 - 5000 krónur.

Samtals…
Byssa : Varla minna en 20 þúsund fyrir almennilega græju
Aukadót : Svona 3000
Gríma : 5000, ekki spara við grímuna.

Samtals : 28 - 30 þúsund.
Giska á 5000kr í sendingarkostnað : 35 þúsund
Bætum við 10% tolli : 38 þúsund
Bætum við 24,5% vaski : 43 þúsund.

Þannig að, maður sleppur líklega ekki við minna en 40 þúsund til að byrja í sportinu.

Paintball er græjusport. Þetta er sama upphæð og settið fyrir skíðin, golfið eða stangveiðina kostar.

kv.
DaXes