Ábendingar fyrir kaupendur merkjara
eftir Michael “Grizzly” Grubb

“Hvaða merkjara á ég að kaupa? Hver er bestur? Hvaða hlaup er best? Hvaða uppfæsrlur á ég að fá mér fyrst? Hvað gerir einn merkjara betri en annan? Ég get ekki ákvaðið mig.”

Langtíma spilari, búðareigandi, merkjarasmiður, ljósmyndari og rithöfundur Mike “Grizzly” Grubb hefur nokkur ráð fyrir þig. Ef að þú býst við því að hann segji þér að kaupa Sluggo útaf því að það er besta byssan, gleymdu því. Hann segir þér ekki hvað þú átt að kaupa. Hann segir þér frá nokkrum leyndarmálum.

Grizzly segir:
Í gegnum árin hef ég verið viðloðandi litbolta, ég hef séð skynsamasta fólk taka óskyndamlegustu ákvarðanir þegar það kaupir sinn fyrsta litbolta merkjara tryllitæki. Oftar en ég kæri mig um að muna þá hef ég séð fólk koma inn í búðina tilbúið að eyða hvaða upphæð sem er til að eignast bestu og vinsælustu byssuna á þeim tíma, jafnvel þó að það hafi ekki prófað að spila einn leik sjálft. Fólk er spennt og æst eftir að hafa “horft á leik”, og er strax farið að teygja sig í veskið.
Hvað ætli að það séu margir sem að myndu kaupa kappakstursbíl bara af því að þeir horfðu á kappakstur? Of margir í litbolta gera svona sambærilegt. Áður en þú gerir vanhugsuð innkaup, áður en kaup þín gera þig spældan í stað ánægðan skoðaðu þessar tillögur.

Mín fyrsta tillaga: Áður en þú jafnvel ferð að hugsa útí að kaipa þér merkjara, spilaðu að minnsta kosti tvo til þrjá leiki. Spilaðu með hvaða merkjara sem að þú getur fengið lánaðan eða leigt.

Oft og mörgum sinnum hef ég spurt fólk sem hefur ekki spilað litbolta en er spennt yfir leiknum, afhverju það er svona ákveðið í því að það vilji eyða peningunum sínum í eitthvað sem að það hefur ekki prófað áður. Ég spyr; “Ertu viss um að þessi leikur sé eitthvað sem að þú viljir fást við um einhvern óákveðinn tíma?” Flestir segja “JÁ!” sama hvað
Sorglega samt, sumt af þessu fólki mun nota splunkunýja merkjarann sinn einu sinnu eða tvisvar og síðan leggja hann frá sér afþví að þetta var ekki eins og það hafði búist við. Merkjaraninn þeirra endar annað hvort í því að verð’a seld ódýrt og fyrrum eigandinn er ekki ánægður með litbolta, eða (jafnvel verra) fallegur merkjarai safnar ryki og ryði í afskektu horni bílskúrsins eða geymslunar! Þannig vertu viss um að áhugi þinn sé raunverulega til staðar áður en þú ferð útí það að eyða peningum í einhvern búnað eða einhverja aðra íþrótt.

Mín önnur tillaga: Höfuðbúnaður á undan merkjara. Þú getur ekki spilað í þessari eða nokkuri annari íþróttagrein án hlutana sem halda þér öruggum og heilbrigðum. Einhver samsetning af gleraugum og andlitsgrímu, sérstaklega gerðri fyrir litbolta er allgjört grunnskilyrði. Þú vilt kaupa merkjara og það er frábært en þú verður mun betri leikmaður þegar þú sérð vel út um nýja órispaða glerið í grímunni þinni.

Vertu viss um að kaupa grímu sem að er samþykkt fyrir litbolta og hefur vörn fyrir allt andlit og eyru. Meðan þú ert að hugsa um öryggið, hugsaðu um önnur viðkvæm svæði eins og háls, hnakka og nára. Keyptu þér varnir á þessi svæði.

Mín þriðja tillaga: Þegar þú ferð að spila, skoðaðu útbúaðinn sem aðrir spilarar eru að nota. Spurðu þá útí merkjarana sína. Litboltavöllurinn er oft besta leiðinn til að fá haldbærar upplýsingar um hvað sé gott og hvað sé það ekki.
Á nánast hvaða velli sem er er að finna nokkrar mismunandi gerðir og útfærslur frá mismunandi framleiðendum og með mismunandi viðbætum. Ef að þú sérð eitthvað sem að vekur áhuga þinn, þá geturðu farið og talað við viðkomandi á milli leikja eða í hléum og beðið hann um að segja þér hvað það var sem að honum líkar og mislíkar við merkjarann eins og hann er með hann uppsettan. Ef að þú býðst til að bæta honum kúlurnar þá eru margir tilbúnir til að leyfa þér að skjóta nokkrum skotum til að fá tilfinningu fyrir því hvernig þér líkar þessu uppsetning á merkjaranum.
Hafa ber í huga að flestir leikmenn munu segja þér að merkjarinn sem að þeir eru að nota sé virkileg “sá allra besti.” Þeir eru orðnir tilfinningalega tengdir uppáhalds merkjaranum sínum, eins og merkjarinn sé gæludýrið þeirra. Taktu því sem að þeir segja með smá fyrirvara. Meðan þú ert að skoða mismunandi merkjara áttu eflaust eftir að skipta um skoðun nokkrum sinnum áður en þú ferð að eyða peningunum þínum. Það er mun betra en að kaupa merkjara og komast síðan að því að þér líkar ekkert sérstaklega vel við hann.

Mín fjórða tillaga: Hugsaðu um leikinn sem þú spilar. Spiliði upprunalegan eða hálf-sjálfvirkan litbolta? Ef að þú ferð út og eyðir peningunum þínum í fullútbúna 68 Automag eða Autococker eða Rainmaker eða Angel eða hvaða aðra hálf-sjálfvirka merkjara sem er, þá værirðu verulega óheppinn ef að vinir þínir spiluði upprunalegan litbolta 49 vikur á ári.
Hver er staðan þín á vellinum? Ef að þú ert Robbi Nýgræðingur, þá munt þú, eins og flestir nýgrtæðingar, ekki geta byrjað á toppinum. Sama hvað þú reynir, þegar þú spilar á móti þér reyndari leikmönnum, skaltu búast við því að verða úr leik mjög fljótt. Ekki kenna merkjaranum um ef að þú ert nánast fyrsti maðurinn úr leik allan liðlangann daginn. Reyndu að finna leik með óreyndari leikmönnum. Þá geturðu vanist merkjaranum án þess að verða frá þér numinn yfir öllu því nýja í leiknum.
Í leik þá munu að sjálfsögðu ekki allir vera að gera nákvæmlega það sama. Sumir leikmenn munu fara eftir fánanum. Sumir munu verja sinn fána. Sumir munu fela sig í runnunum þar sem minna ber á stuttu hlaupi en löngu. Aðrir munu fara á opnu svæðin þar sem langt hlaup gæti komið sér vel til að bæta hittni á skotum yfir lengri vegalengdir. Þegar þú kaupir þér merkjara er það eitthvað sem að þú vilt aðlaga eins mikið að leiknum þínum eins mikið og hægt er.
Hvernig þú spilar mun verða stærsti hluturinn sem ákvaraðar hversu vel þér líkar við nýja merkjarann þinn sem þú kaupir. Með tímanum gætirðu breytt stílnum þínum, en þú getur eflaust breytt merkjaranum til að henta nýja stílnum í þinum leik.

Mín fimmta tillaga: Íhugaðu hvort þú sér manneskja sem að ert tæknilega sinnuð. Ef að þú ert ekki tilbúinn til að opna verkfærakassan til að vinna að smá lagfæringum heima fyrir, þá er líklegt að það er eins meðfarið með merkjarann þinn. Ef að þú ert herra eða frú þumalputtar, þá er best að þú leitir að merkjara sem þarrf eins lítið viðhald og mögulegt er. Eða að finna hæfan merkjaraviðgerðarmann til að sjá um merkjarann þinn… og vertu tilbúinn til að borga vel í peningum eða tíma fyrir þjónustu merkjaraviðgerðarmannsins.

Hinsvegar, ef að þú ert dútlaratýpan, þá gætirðu eflaust keypt þér merkjara sem að gæti kallast duttlungafull meðal litboltaspilara. Þegar að þú spyrst fyrir þá kemstu að því hvaða merkjarar eru fyrir dútlara og hvaða merkjarar þola hvað sem er og þurfa lítið viðhald annað en að þrífa öðru hverju.
Hvaða kaup sem að þú gerir geta verið góð eða slæm. Sá tími sem að þú leggur í að skoða þig um og prófa hinar ýmsu týpur mun nánast alltaf ákvarða hversu ánægður þú verður með kaupin. Jafnvel þó að það sé freistandi að hlaupa út og kaupa dýrasta og flottasta merkjarann sem til er, þá skaltu muna: MERKJARINN GERIR EKKI VINNUNA FYRIR ÞIG. MERKJARINN VIRKA AÐEINS JAFNVEL OG ÞÚ GERIR. Það mun taka smá tíma, alveg sama hvaða merkjara þú kaupir, áður en að þú ert orðinn nægilega reyndur til að ná sem mestu útúr merkjaranum þínum.

Ekki vera eins og Robbi Nýgræðingur, nýji leikmaðurinn sem tók ný-keypta merkjarann sinn aftur í búðina, kvartandi undan ,erkjaranum því að hann var skotinn í hverjum einasta leik. Ef að Robbi Nýgræðingur hefði vitað eins og þú veist núna að hans “besta vopn” í hvaða leik sem er, er reynsla og að æfa sig (ekki hversu mikið er eytt í merkjarann) þá væri hann mun hamingusamari.
——————————————————

Þessi grein er tekinn af www.paintball.com © 2000
——————————————————
Xavier þýddi

[Xavier fékk 50 aukastig fyrir góða grein]