Það var verið að ræða um endurskoðun á leyfi á húsnæði Lasertag en ekkert var rætt um litbolta. Endurskoðunin er íhuguð vegna völundarhús skipulags í þeim sölum sem Lasertag er spilað í. Er talið að salirnir séu ekki nægilega öryggir hvað varðar brunaútganga og því er í athugun að endurskoða leyfi fyrir þeirri starfsemi. Ekki hefur verið rætt um litbolta í þessu samhengi, enda væri slíkt fjarstæðukennt þar sem að íþróttin er að mestu stunduð utandyra. Komi upp eldur á litboltavelli eru nægar leiðir til að forða sér. Annað er á teningnum í LaserTag. Lasertag fyrir þá sem ekki þekkja er spilað í dimmum sal sem er uppbyggður sem völundarhús, með háværri tónlist og blikkandi ljósum. Neyðarútgangar í salnum í Faxafeni eru aðeins tveir og því er leikmönnum mun meiri hætta búin ef að eldur brýst út.
Nóg í bili… Xavie