Eru ekki allir með skoðanir á því hvernig völlurinn á að vera? Segjum sem svo að við fáum autt svæði til afnota í 3 mánuði… hvað á að setja á svæðið og hvernig á það að líta út? Er vallarnefnd með einhverjar fastmótaðar hugmyndir sem að við hinir getum fengið að sjá?
Það er alltaf gaman að láta sig dreyma og því skýrari mynd maður er með í hausnum á því sem mann langar í því fyrr gerast hlutirnir.
Það þýðir ekkert að segja við sjáum til þegar að svæðið kemur.. eða hvað? Verður ekki að undirbúa þetta eins og allt annað.
Bara að velta upp nokkrum hlutum til umræðu.
Later… Xavie