Sæll Bombadil og takk fyrir síðast (í Bunker).
Ég skal glaður svara öllum spurningum þínum sem koma fram hér að ofan. Til þess að stofna búð þá þarf sá hópur sem stundar paintball að stækka verulega. Í dag er þetta um 70-100 manna hópur sem á merkjara og spilar af og til. Þeir allra hörðustu eru kannski 20-30 og spila þeir 3 sinnum eða oftar í mánuði. Það er ekki mikil forsenda að stofna sér búð til að þjónusta þennan hóp.
Í öllu sporti er það nú svo að menn missa áhugann og selja græjurnar sínar. Það er vitanlega eitthvað um það í litbolta líka og líka að menn séu bara að uppfæra sínar eigin græjur og vilja þar með selja þær gömlu.
Það er enginn að selja $150 byssu á 130 þús eða það vona ég. Ég og Guðmann Bragi hjá LBFR erum í því að flytja inn merkjara fyrir félagsmenn litboltafélagana. Það er enginn álagning til að tala um á þeim merkjurum sem við flytjum inn. Við viljum að vísu ekki koma út í mínus en flestir eru að borga minna fyrir merkjarann hjá okkur en ef að þeir finna hann erlendis á netverslun og margfalda bara með genginu. En hjá okkur er það tollur, vörugjald, flutningur, virðisaukaskattur…
Ef að þú ert að borga 8500 kall fyrir $16 dollara kúlur þá ertu svikinn. Þær kúlur sem við höfum verið að selja á 8500 eru Draxxus Blaze og er algengt verð á þeim í kringum $58 kassinn (upplýsingar frá John hjá Draxxus í Bretlandi). Reiknaðu nú! ;-)
Hvað þá ágætu menn í SS Stál varðar. Þá eru SS Stál hættir í paintball eftir því sem ég best veit.
Vonandi svara þetta spurningum þínum og athugasemdum. Ef að það er eitthvað frekar þá veistu hvar þú getur náð í mig.
Fyrir hina sem þetta lesa þá er hægt að versla allar paintballbyssur í gegnum Guðmann Braga hjá LBFR eða mig Vilhelm hjá Engli ehf . Allir merkjarar (paintball byssur) eru sérpantaðir fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig og því þarf að ganga frá greiðslu fyrirfram.
Kveðja,
Xavie