Í hitteðfyrra sendi fjöldi liða inn skráningu til mín og birti ég listann hér á hugi.is/litbolti. Mörg þessara liða eru hætt eða menn úr þeim hættir í sportinu því ekki starfandi….eða hvað….
Til að hreinsa þetta upp hef ég nú eytt listanum og bið alla þá sem eru í liði að senda inn skráninguna fyrir liðið.
Það sem ætti að koma fram fyrir hvern mann í liðinu er :
Nafn, “Nick” ef aðilinn er með eitthvert gælunafn og Merkjari
Hver er fyrirliði liðsins, hver er tengiliður og netfang tengiliðsins.
Til að litbolti vaxi sem íþrótt þurfum við að koma skipulagi á hlutina og keppa í formlegri liðum, halda góð mót og allt það.
Lykillinn að því er að menn stofni lið og æfi sem lið….Liðin geta þá einnig tekið sig saman og æft á móti hvert öðru af og til….
kv,
Guðmann Bragi, DaXes, Inferno T3