Það er greinilegt að í vetur hefur lítið sem ekkert verið skrifað hérna á Huga um Paintball. Miðað við hvernig gróskan var í sumar þá er ekki nema vona að maður spyrji hvort að áhuginn á þessu eðal sporti er að detta niður.
Er það kannski málið að fólk lítur á paintball sem sumar sport og eitthvað sem ekki er hægt að spila á veturna?
Er eitthvað sem að við getum gert í litboltafélögunum til að íta undir og byggja upp áhuga fólks á litbolta?
Er ekki kominn tími á það að félögin fari að ræða saman og byggi upp stórt heildarsamfélag fyrir litbolta á Íslandi? Félögin geta farið sem ein heild í Paintballhúsið og Litbolta ehf og samið um hagstæðari kjör fyrir félagsmenn og við erum með betri samningamöguleika í formi stærðar en ef að féölgin fari hvert fyrir sig.
Það vill nú líka vera þannig að í hverju félagi er ákveðinn kjarni sem að vill vera að spila meira en allir hinir til samans. Það er þetta fólk sem þarf að taka sig saman og byggja upp þessa íþrótt og fá í gegn breytingar á reglugerðum. Það þarf ákveðina grasrótarhreyfingu til að fara í Dómsmálaráðherra og fá þær byssur sem til eru í landinu samþykktar þannig að þær verði löglegar eins og hinar. Við þurfum að fá skýrari reglur um innflutning, segjum að fólk ætli á mót erlendis, hvað þarf að gera til að fá að taka sína byssu með og koma henni aftur til landsins?

Það er fullt af hlutum sem hægt er að gera yfir vetrarmánuðina sem erfiðara er að gera á sumrin sökum sumarleyfa og þess að við erum of uppteknir af því að spila á sumrin.

Nú skora ég á forsvarsmenn litboltafélagana að segja frá því sem þeir eru að gera og hvað sé á döfinni hjá þeirra félögum. Það er kominn tími til að auka umræðuna enn á ný og lyfta þessari íþrótt á þann verðskuldaða stall þar sem hún á heima.

Sjáumst í stríðinu…

Xavier[LBFR]