Nýárshugleiðingar
Árið 2002 var hvort tveggja í senn, dauft og virkt í litboltanum.
Árið var virkt í þeim skilningi að það töluvert spilað, sérstaklega síðla vors og svo aftur síðla sumars og langt fram á haust. Haustið var sérstaklega skemmtilegt því það var spilað hvern einasta sunnudag kl 13 í þrjá mánuði. Það var sjálfboðaliðadagur í Lundi snemma í maí, unnið töluvert í “Húsinu” þó nokkrum sinnum yfir sumarið og margt fleira.
Töluvert af merkjurum var flutt inn í gegnum LBFR áhugi nokkur á íþróttinni.
En 2002 var einnig dauft á þann hátt að það var fámennur en sterkur kjarni sem spilaði og stóð fyrir því sem gert var. Það náðist ekki að halda nema eitt mót sökum þess hve fá lið gátu mannað hóp til að taka þátt. Það eru 14 lið skráð með samtals yfir 70 manns.
Það eru yfir 300 manns skráðir hjá LBFR sem áhugasamir og fá fréttir gegnum póstlistann lbfr.l@simnet.is. Það er undir okkur öllum komið að taka þátt í litbolta á árinu, mæta á spiladaga, vera í liði og spila með liðinu. Litbolti verður margfalt skemmtilegri sem skipulögð liðsíþrótt en þegar mætt er á spiladaga og leikið sér. Og er það nú assgoti skemmtilegt eitt og sér og sjálfsagt fyrir þá sem ekki eru í liði að koma þá. Menn gætu jafnvel þá talað sig saman í lið, eða gengið í lið sem fyrir eru en vantar menn.
Ég mun reyna að koma tíðariog ítarlegri upplýsingum og fréttum á framfæri gegnum póstlistann svo menn viti meira hvað er í gangi.
Fyrsti fréttapunktur ársins : Vonir standa til þess að LiBS fái leyfi fyrir Húsinu innan skamms.
Einnig minni ég á korkinn hér á www.hugi.is/litbolti sem hefur beina slóð :
http://www.hugi.is/litbolti/korkar.php?sMonitor=thre ad&iBoardID=67
Þar má bæði auglýsa litboltatengt dót til sölu og óska eftir til kaups.
Ég býð einnig póstlistann fram sem slíkan auglýsingavettvang. Ég mun þá í byrjun hvers mánaðar senda út póst með lista yfir búnaði til sölu eða óskum. Þeir sem eru að kaupa eða selja geta þá sent mér póst á paintball@simnet.is í lok mánaðar og ég sendi út auglýsingu þeirra. Ég held að einn póstur á mánuði, eða 12 á ári, sé það sjaldan að slík “misnotkun” á fréttapóstlista með auglýsingum sé í lagi.
bestu kveðjur
Guðmann Bragi
DaXes|LBFR