Jæja, þá er þetta verkefni hafið og við ætlum sko að malla öflugt apparat til notkunar í Linux.

Vandamálið er að nú eru í gangi tvær mismunandi aðferðir til að smíða góðan Eldvegg, Ipchains og Iptables.

Þrátt fyrir að vera nokkuð líkar (Iptables er framhald af Ipchains) er munur á þeim og fleiri sem þekkja til Ipchains. En aftur á móti er Iptables sú aðferð sem kemur til með að verða ráðandi í framtíðinni og er því nokkuð snúið að ákveða hvað skal nota í vegginn okkar.

Komið með ykkar álit og rök á því hvað við munum nota í blessaðan vegginn.

Svo förum við að ræða síðar skipulag og fleira.
JReykdal